Uppfært 11. júní. 2019
Inngangur
Forritið Nextgen Gallery (Plus) er notað til að sýna myndir. Þetta er flókið forrit, sem skynjar þann skjá sem þú ert með, og hegðar séreftir því. Oft eru gerðar breytingar, án þess að ég nái að fylgja því eftir hér. Þetta er því aðeins til stuðnings.
Leiðbeiningar
Hvernig myndasöfnin birtast fer t.d. eftir upplausn mynda, stærð og upplausn skjás, hvort um PC eða MAC tölvu er að ræða – nú eða síma.
Þegar myndasafn opnast, sést stundum aðeins ein mynd, sem þó breytist fljótt í næstu. Þetta er minni útgáfan af “slides sýningarvél. Skoða má myndir beint á þessu smáa formi. Betra er þó að rýna í neðra vinstra hornið á myndinni og velja þar pílutáknið, eða textablöðruna – og þá fer stærri útgáfan af “slides sýningarvélinni” í gang.
Nú ætti að opnast stærri mynd – með “Comments” glugga hægra megin við myndirnar. Undir stóru myndinni ætti að opnast lágrétt röð af og pínulitlum myndum úr myndasafninu. Lengst til vinstri undir stóru myndinni ættu þessi tákn að sjást:
Tákn 1 – lengst til vinstri – þríhyrningur setur stóru slides sýningarvélina í gang, og á meðan koma þar tvö samhliða strik, sem tákna hlé ef það er valið.
Tákn 2 – pílur út frá miðju – táknar að með því megi stækka myndina, ef aðstæður leyfa. Velja þarf Esc til að minnka skjáinn aftur – eða klikka á skilaboðin efst.
Tákn 3 – “i” – opnar upplýsingaskjá undir myndinni. Þarna birtist texti sem kann að hafa verið skrifaður inn til skýringar. Lesendur geta ekki skrifað þarna.
Tákn 4 – textablaðra – lengst til hægri – opnar skjá hægra megin við myndina. Þar getið þið skrifað athugasemdir – en textinn vistast aðeins ef þið gerið grein fyrir ykkur. Það getið þið gert beint með því að fylla út í viðeigandi glugga – eða notað Facebookskráningu, sem þá þarf að haka við undir innsláttarglugganum. Athugið að oft birtist textinn ekki strax – og þá þarf stjórnandi að samþykkja textann.
Athugið: Ég lokaði möguleikanum á að skrifa athugasemdir hér fyrir neðan, því þessi blaðsíða varð fyrir tíðari “árásum” en aðrar síður.