Fellistika eða ekki fellistika…..

Þegar ég valdi það útlit sem nú er á heimasíðunni, reyndi ég að hafa þetta eins hreint og ruglingsfrítt og mér var mögulegt. Maður getur þó ekki fengið allt.

Þegar farið er með bendilinn yfir yfirskriftir eins og : Ábúendatal, Göngulýsingar, Hús nú í Fljótavík, Landeigendur, Örnefni og svo framvegis, birtist strax svokölluð fellistika með lista yfir undirsíður.

Einhverjir hafa ekki áttað sig á, –  og það skil ég bara mjög vel,  – að þar sem fellistikur koma fram, stendur líka eitthvað á aðal síðu þess flokks. Veljið aðalsíðurnar til að sjá þetta.

Þar sem engar fellistikur koma upp, er þetta augljósara. Tímalínan, til að taka mest áberandi dæmið, er ekki með undirsíðu – og þar velur maður yfirskriftina Tímalína – og þá birtist hún öll á einni síðu.

áá 170214

Samskiptasíður ?

Um miðjan september 2013 komu um 56 þúsund svör frá leitarvélum ef spurt var um orðið Fljótavík. Straumnes var með um 120 þúsund svör, og Aðalvík með um 45 þúsund. Hvað Fljótavík  (og Straumnes) áhrærir er bróðurparturinn tengdur lögum hljómsveitarinnar “Sigur Rós“.

En – það er líka töluvert um það að Fljótavík komi upp – frá síðum sem skrifaðar hafa verið af þeim sem eiga taugar til Fljótavíkur – ættir, uppruna, tengsl, vensl – eða hafa bara átt leið hjá.

Margar myndir og sögur – gætu átt erindi á þessa síðu – í þeirri meiningu að það gæti verið gaman að tengja síður saman – ef þeir sem eiga svona síður vilja það.

Þess vegna þætti mér vænt um að fá að heyra í ykkur sem gjarnan viljið – eða bara getið fallist á – að ég vísi í það sem þið hafið gert. Látið mig vita á netfanginu asgeirsson54@gmail.com. 

Ásgeir

Ferðaáætlanir ferðafélaganna

Nýverið fékk ég bæklinginn “Ferðaáætlun 2014” frá Ferðafélagi Íslands.  Þar er gaman að sjá mikla grósku  í kring um Ferðafélag Ísfirðinga, sem er deild í Ferðafélagi Íslands. Þeir sem standa þar að baki eiga hrós skilið fyrir dugnað.

Ég fæ ekki séð að Ferðafélag Íslands skipuleggi eina einustu ferð um Fljótavík sumarið 2014. Má vera að við sem sækjum í kyrrðina og friðinn í víkinni fögru, kærum okkur kollótt um það – en af hverju er þetta svona?

Það fylgir því ákveðinn beigur að sjá á bls. 45 í nefndum bæklingi, undir ferð sem heitir S-31 Hornstrandir, hvernig Flæðareyri er flokkuð með Hornströndum. Þó skigreining svæðisins geti verið á reiki hjá “leikmönnum”  hefði maður haldið að þeir sem skrifa svona bæklinga, að ég nú ekki tali um þá sem skráðir eru farastjórar, eigi að vita betur.

Hornstrandafriðlandið er skilgreint sem landsvæðið norðan við lægstu punkta vantasvæðisins á milli Hrafnfjarðar í Jökulfjörðum og Furufjarðar, um Skorarheiði. Síðan geta menn rætt það hvort Hornstrandir séu bara það svæði sem liggur frá Hornbjargi til suðausturs að Furufirði – eða hvort það eigi við um allt svæðið þarna fyrir norðan – Norðurstrandir, og/eða Víkurnar. Í öllu falli hlýtur það að vera mikilvægt fyrir farastjóra í þessari ferð, að sjá til þess að hópurinn fari norður fyrir Skorará, svo þátttakendur geti réttlætt það að hafa komið á svæðið.

EnglishUSA