Samskiptasíður ?

Um miðjan september 2013 komu um 56 þúsund svör frá leitarvélum ef spurt var um orðið Fljótavík. Straumnes var með um 120 þúsund svör, og Aðalvík með um 45 þúsund. Hvað Fljótavík  (og Straumnes) áhrærir er bróðurparturinn tengdur lögum hljómsveitarinnar “Sigur Rós“.

En – það er líka töluvert um það að Fljótavík komi upp – frá síðum sem skrifaðar hafa verið af þeim sem eiga taugar til Fljótavíkur – ættir, uppruna, tengsl, vensl – eða hafa bara átt leið hjá.

Margar myndir og sögur – gætu átt erindi á þessa síðu – í þeirri meiningu að það gæti verið gaman að tengja síður saman – ef þeir sem eiga svona síður vilja það.

Þess vegna þætti mér vænt um að fá að heyra í ykkur sem gjarnan viljið – eða bara getið fallist á – að ég vísi í það sem þið hafið gert. Látið mig vita á netfanginu asgeirsson54@gmail.com. 

Ásgeir

EnglishUSA