13.feb. 2015 : Aftur um Reyðá eða Reiðá

Einhvern rekur kanski minni til, að ég skrifaði á sínum tíma, pistil undir yfirskriftinni:

Hvort myndi reiður reiða reyð yfir Reiðá eða Reyðá

Ef þið veljið stóra textann, dúkkar sá pistill upp, frá október 2013. Eins og oftast er, fékk ég rýra umræðu um málið. En nú er búið að bera þetta undir sérfræðing og með hans samþykki, birti ég hér skrif Hallgríms  J Ámundasonar hjá Árnastofnun :

“Samkvæmt heimildum er ýmist skrifað Reiðá eða Reiðará og ýmist með -i- eða -y-. Örnefnaskrár úr Fljótavík hafa flestar Reiðá. Landamerkjalýsing Atlastaða hefur Reiðará. Kort Landmælinga Íslands hafa Reiðá Continue reading “13.feb. 2015 : Aftur um Reyðá eða Reiðá”

10.febr. 2015 : Fyrirspurnir um gistingu>

Rétt í þessu var ég að fá (enn einn) tölvupóst, þar sem ég er spurður út í möguleika á gistingu í húsi í Fljótavík. Nýjasti pósturinn er svona :

——————————————————————————————–

From:   áá  eyddi netfanginu  
Sent: 10. febrúar 2015 10:11
To:  asgeirsson54@gmail.com
Subject: fljótavík gisting

 sæll 

við erum gönguhópur, ( áá eyddi heiti hópsins ) , ca 15 manns. og ferðinni er heitið vestur í sumar aðra helgina í ágúst.  ætlum að ganga frá hesteyri, og höfðum hugsað okkur að fljótavík yrði síðasta stopp. á 4 daga göngu. 

ekki getur þú svarað mér hvort það er einhver þarna sem leigir út aðstöðu, gistingu eða slíkt fyrir okkur. 

 áá eyddi undirskriftinni

———————————————————————————————————–

Ég sendi viðkomandi þetta svar:

Góðan dag     áá eyddi nafninu

Stutta svarið er: Eftir því sem ég best veit, mun svo ekki vera.

Lengra svar…: Þú ert ekki Continue reading “10.febr. 2015 : Fyrirspurnir um gistingu>”

EnglishUSA