9.febrúar 2015: Skakkaföll

page-under-construction1Seint að kvöldi 8.febrúar 2015 varð síðan fyrir “skakkaföllum” – hún hreinlega hrundi. Góða hliðin er að engin gögn hafa tapast. Slæma hliðin snýr að því að ég þarf að byggja síðuna upp aftur.

Ég er búinn að koma málum þannig fyrir, að ef þið farið á síðuna nú – má segja að hún líti ekki út fyrir að vera öðruvísi en áður – en við nánari athugun mynduð þið sjá að yfirskriftir eru í annari röð og það sem meira er – þá vantar helling af síðum sem eiga að finnast þar fyrir neðan.

Ég er að föndra við að raða þessu upp aftur – en þetta gæti tekið einhverja daga – og sennilega munu síður sem þið vissuð að ættu að vera á stað A,  finnast fyrir rest á allt öðrum stað – eins  og B, C, D….. eða bara miklu neðar í stafrófinu.

Nú vitið þið það.

Ásgeir

EnglishUSA