Síðan komin inn aftur

Fyrrr í þessari viku datt þessi síða út úr netheimum. Við skoðun kom í ljós, hvað hafði farið úrskeiðis. Þar sem síðan var “ekki til” , var ekki hægt að koma upplýsingum um bilunina inn á hana. Í staðinn var eftirfarandi upplýsingum komið inn á Facebooksíðuna “Fljotavik á FB”.

“Síðan www.fljotavik.is er alveg dottin út – og finnst ekki á netinu nema sem eins konar ljósmynd af yfirliti. Það er verið að vinna í þessu og vonir standa til þess að síðan verði komin upp aftur innan nokkurra daga, hið mesta.”

Þetta tók skemmri tíma en búist var við – málið leyst, – síðan komin í loftið aftur.

Frummyndin - Ekkert hefur verið átt við hana.
Frummyndin – Ekkert hefur verið átt við hana.

Að þessu sögðu datt mér í hug   Continue reading “Síðan komin inn aftur”

Pistill 13.mars 2015

Væri rétt að huga að þessu…. ?

Umhverfis- og  framkvæmdarnefnd Ísafjarðarbæjar fjallar þessa mánuðina – m.a. á fundi Nr. 8, þann  29.janúar 2015, með málsnúmerinu  2014-10-0013  um umsókn um virkjun bæjarlæksins á Hesteyri. Ferlið fór í gang, eins og sést á málsnúmerinu í október 2014. 

Skipulags- og mannvirkjanefnd er einnig með þetta málefni til umfjöllunar og skal bennt á fundargerð frá fundi 421 frá 22.október 2014 undir lið 2.

Allt er þetta athyglisvert í ljósi þess Continue reading “Pistill 13.mars 2015”

EnglishUSA