Síðan komin inn aftur

Fyrrr í þessari viku datt þessi síða út úr netheimum. Við skoðun kom í ljós, hvað hafði farið úrskeiðis. Þar sem síðan var “ekki til” , var ekki hægt að koma upplýsingum um bilunina inn á hana. Í staðinn var eftirfarandi upplýsingum komið inn á Facebooksíðuna “Fljotavik á FB”.

“Síðan www.fljotavik.is er alveg dottin út – og finnst ekki á netinu nema sem eins konar ljósmynd af yfirliti. Það er verið að vinna í þessu og vonir standa til þess að síðan verði komin upp aftur innan nokkurra daga, hið mesta.”

Þetta tók skemmri tíma en búist var við – málið leyst, – síðan komin í loftið aftur.

Frummyndin - Ekkert hefur verið átt við hana.
Frummyndin – Ekkert hefur verið átt við hana.

Að þessu sögðu datt mér í hug   að setja hér inn mynd til sérstakrar umfjöllunar. Þarna má leita svara við spurningum eins og…:

Hvaða ár er myndin tekin?

Hvenær í árinu er myndin tekin? Ég veit að þetta er tekið að sumri – svo því brandarasvari sé nú strax komið frá – en takið í því sambandi eftir hversu lítill snjóskaflinn í Bæjarfjallinu er?

Hvaða flugvél var þetta?

Á hvaða ferð ver vélin – og þekkti viðkomandi flugmaður, hver sem hann nú var, til aðstæðna?

Hér hefur verið skorið ofan- og neðan af myndinni og eins hvíti ramminn allan hringinn. Þá var reynt að skerpa litina. Dagmálahorn í Fljótavík beint fyrir ofan vélina.
Hér hefur verið skorið ofan- og neðan af myndinni og hvíti ramminn. Þá var reynt að skerpa myndina. Dagmálahorn í Fljótavík beint fyrir ofan vélina.

Hvar nákvæmlega er vélin? Er hún einmitt þar sem grasbrautin með stefnu á skýlið er nú? Stendur drengurinn þá fyrir handan Drápslækinn?

Hvaða drengur er þarna? Mig grunar reyndar að þetta sé Hálfdán Ingólfsson og þá væri nú hægt að pæla í þvi hvort hann var akkúrat þarna að plana sinn starfsferil.

 

 

One Reply to “Síðan komin inn aftur”

  1. Ég eða Örn er á myndinni (þekki peysuna), og þetta hefur líklega verið rétt eftir 1961.
    Tildrögin voru þau að tvíþekja (Fleet Finch) með 2 mönnum lentu í Fljótavík til silungsveiða (í “boði” Gunnars Jósepssonar). Þeir veiddu aðeins of mikið og komust ekki í loftið á því sem var þá lendingarstaður (og er nú norður/suður-brautin á Fljótavík International). Vélin skemmdist lítillega, og þarna er Helgi Jónsson að lenda á Cessna 140 með varahluti.

Comments are closed.

EnglishUSA