Tapað – fundið

Mynd: Ásmundur Guðnason

Fyrir löngu gerði ég uppkast af “bloggi”, sem ég svo birti aldrei. Það kom nú bara til af því að ég týndi þessu í tölvunni. Mér sýnist þetta þó eiga tilverurétt enn í dag, þó nú sé aðeins eftir að klára að ganga frá umhverfis bryggjuna – svo ég læt þetta flakka. Aðalatriðið var að benda á hlekkinn neðst á síðunni – og athugið að þegar kortið opnast koma fram upplýsingar ef þið “klikkið” á bláa punktinn.


Áður hefur komið fram að sótt hafi verið um styrk til að auka öryggi þeirra sem koma sjóleiðis til Fljótavíkur. Flestar ferðir hefjast á Ísafirði – og þar sem markmiðið er að ferja farþega og vistir “upp á land” , er ekki lagt af stað í slíka ferð, nema útlit sé fyrir að verjandi sé að koma öllu upp í fjöru.

FRamhald hér