Tapað – fundið

Mynd: Ásmundur Guðnason

Fyrir löngu gerði ég uppkast af “bloggi”, sem ég svo birti aldrei. Það kom nú bara til af því að ég týndi þessu í tölvunni. Mér sýnist þetta þó eiga tilverurétt enn í dag, þó nú sé aðeins eftir að klára að ganga frá umhverfis bryggjuna – svo ég læt þetta flakka. Aðalatriðið var að benda á hlekkinn neðst á síðunni – og athugið að þegar kortið opnast koma fram upplýsingar ef þið “klikkið” á bláa punktinn.


Áður hefur komið fram að sótt hafi verið um styrk til að auka öryggi þeirra sem koma sjóleiðis til Fljótavíkur. Flestar ferðir hefjast á Ísafirði – og þar sem markmiðið er að ferja farþega og vistir “upp á land” , er ekki lagt af stað í slíka ferð, nema útlit sé fyrir að verjandi sé að koma öllu upp í fjöru.

Það er þó ekki sjálfgefið að þó veður og sjólag á Pollinum á Ísafirði sé gott, sé það örugg vísbending um að áætlunin gangi upp þegar komið er í Fljótavík. Því er öðru nær. Jafnvel þó veður sé stillt, getur verið þannig alda, að ekki sé hægt að komast að.

Hafi markmiðið verið að koma með töluverðan farangur, er þægilegast að taka land í sandfjöru – en það er ekki auðvelt – jafnvel í logni – því þar getur undiraldan brotnað og skapað hættu.

Þá hefur verið gripið til þess að koma að “Stóru steinum” – en svo kallast það þegar farið er spölkorn út fyrir skýlið – lengra út á Kögur.

En þar er stórgrýtt fjara – hálir steinar – og aldan gengur inn meðfram “Stóru steinum” og sórhættulegt að standa þar og halda Zodiac bát.

Fyrir nokkru fékkst styrkur í verkefnið – að bæta aðstöðuna þannig að hættan verði minnkuð til mikilla muna.

Síðustu daga hafa fjölmiðlar verið að segja frá styrkveitingu í verkefnið.

EnglishUSA