Ný síða undir “Sögur og óflokkað”

Eignartengsl núverandi eiganda landnámsjarðarinnar Atlastaðir í Fljóti, eru rakin til ársins 1906, þegar tvenn hjón keyptu og fluttu á jörðina.

Nýlega var bent á tengsl við bændur í Fljóti á undan þessum hjónum.

Hér skal nú bent á frásögn af Friðriki Geirmundssyni, sem var bróðir Júlíusar.

Þessi frásögn er sett í flipa undir “Sögur og óflokkað” og á að finnast við að færa bendil á þann flipa og skruna þar niður. Einnig má bara velja þennan “hnapp” :

Hlekkir – tengingar – linkar …….

Þessi síða er að miklu byggð á tengingum í upplýsingar sem eru á öðrum síðum. Meðal annars eru tengingar í dagblöð – og svo vikublöð eins og Bæjarins besta. Svona tengingar eru þeirrar náttúru, að ef breyting verður á því hvar síðan er stödd – rofna tengingarnar.

Það er ekki gaman – ó nei – hundfúllt – og vesen.

Sá sem reynir að lappa upp á tengingar, rekur sig á alls konar veggi sem þarf að klífa yfir….. og ég er nú ekki sá fimasti í að klifra …. í tvöfaldri meiningu.

Bæjarins besta, sem var með .pdf útgáfur af blaðinu á netinu – er löngu horfið – og ekki komið inn á www.timarit.is , en þar enda samt flest svona blöð – svo ég þarf þá að leita þar og reyna að tengja á ný………. en seinna….. og svo gleymist það.

Í augnablikinu veit ég um yfir 50 tengingar sem hafa rofnað svona.

Fyrir kemur að hægt er að redda svona tengingum með lítilli fyrihöfn – og þá er gaman – og alveg sérstaklega ef líklegt er að sem fæstir hafi orði varir við að hlekkurinn hafi yfirleitt rofnað.

Dæmi um tengingu sem datt út í smá tíma, en hefur verið uppfærð, er hér….. veljið hlekkinn:

Uppfærð síða – Ábúð Atlastaða

Ein af fellistikum síðunnar ber heitið “Ábúendatal”. Þar eru listar um ábúð þeirra þriggja jarða sem lengst af voru í Fljóti, auk þeirrar fjórðu sem kom til á tuttugustu öldinni.

Listarnir eru unnir upp úr “Biblíunni” – Sléttuhreppsbókinni. En – voru listarnir tæmandi á þeim tíma? Var vitað um bændur allra tíma – eða vantar einhverja á listann? Hversu tæmandi rannsóknarvinnan fór fram – og hvar var leitað heimilda.

Ekki má rugla saman ábúendum – og hverjir áttu heima á jörðunum. Auðvitað voru þarna börn og vinnufólk.

En hafa skal það er sannara reynist, svo látið endilega vita ef eitthvað stingur í augun – eða þið vitið betur.

Það sem ég var að gera núna, var að benda að það var ekki alveg út í bláinn að Júlíus Geirmundsson og Margrét Katrín Guðnadóttir fluttu með mökum sínum að Atlastöðum. Skoðið listann.

Ný síða – Uppbygging síðunnar

Ég er að skoða það að uppfæra síðuna yfir í nýrra umhverfi (Theme). Það kemur til með að taka sinn tíma og jafnvel gæti farið svo að ég haldi mér bara áfram við þetta sem nú er í notkun

Á meðan ég er að fikta í þessu, gætuð þið rekið ykkur á að eitthvað hafi farið til fj……. – en það verður nú vonandi bara í einhverjar mínútur. Ég þarf sem sagt að sjá það “life” sem ég hef verið að gera.

En – ég var að birta litla síðu undir “Blogg” – þar sem ég reyni að útskýra hvernig síðan virkar. Veljið hlekkinn hér neðst

Gleðilegt ár – 2020.