Rannsóknir á vatnasvæði Fljóts

Uppfært 22.jan.2020

Fyrir mörgum árum, benti ég á vísindagrein sem Hjalti Karlsson (Geirmundssonar, Júlíussonar) ásamt fleirum skrifuðu. Neðst á síðuni er tenging í greinina, en yfirskriftin er:

Vatnakerfi Fljótavatns í Fljótavík á Hornströndum.

Fiskirannsóknir, vatnshita- og seltumælingar 1999 – 2001

Þó aðeins séu um 20 ár frá því að byrjað var á rannsókninni, gæti margt og mikið hafa breyttst hvað bleikju varðar. Mörgum finnst stofninn hafa hrunið, hver sem ástæðan kann að vera. Flundran var ekki komin á þessum árum, og e.t.v. hefur orðið mælanleg og marktæk hækkun á vatnshita svæðisins?

Spurning hvort ekki sé hægt að benda nemum, sem áhuga hafa á svona rannsóknum, á að hér sé verðugt verkefni, á sama hátt og líklegt má teljast að Hjalti Karlsson, meðhöfundur rannsóknarinnar hafi í einhverju valist í þessa rannsókn vegna tengsla sinna við víkina?

EnglishUSA