Bæjarnes að Grundarenda

Ég hef áður bent á, reyndar með einhverju öðru orðalagi, hversu mikið við eigum þeim að þakka sem lagt hafa á sig þá vinnu að skrifa greinar sem svo enda hér á síðunni. 

Snori Grímsson á hér greinar, eins og ferðasögu Geirmundar Júlíussonar þegar bátur var sóttur og komið í Fljót á ótrúlega skömmum tíma, og þá eru hér hlekkir í göngulýsingar hans um svæðið.fjarlægð fá skýli að Atlastöðum

Kristján G Jóhannsson  (Júlíussonar  >  Geirmundssonar)skrifaði ítarlega úttekt á strandi Gunnvarar í Fljótavík, og um uppruna bátsins og orsakasamband við fyrirtækjarekstur.

Og svo er það Gunnar Þórðarson (Júlíussonar  >  Geirmundssonar). Hans vinnuframlag sem finna má á síðunni er eiginlega ótrúlega mikið, og við eigum honum (og öllum sem hafa haldið örnefnum og göngulýsingum á lofti) mikið að þakka.

Ég – ritstjórinn –  hef skrifað eitthvað, og eiginkonan, María Ingólfsdóttir (Boggu Venna) aðstoðaði á sínum tíma við að “vélrita” ýmislegt. Reyndar komu fleiri en hún að því, en það hentar ekki þessu bloggi að telja það upp……..

…. því …..

Bent skal á, að allir sem taldir eru hér að ofan eru fæddir árið 1954 og í sama árgangi í skólakerfi Ísafjarðar á uppvaxtarárunum. Tilviljun?

Eins og sést af þessu, mætti þetta blogg alveg eins heita…” Montstatus”

Ætlið þið sem eruð í öðrum árgöngum að láta okkur rúlla svona yfir ykkur? Hvernig væri nú að berja sér á brjóst og ná yfirhöndinni? 

En tilgangurinn með öllu þessu orðskrúði,  er nú sá, að hvetja alla til að lesa það sem heimasíðan hefur náð að draga fram, og nú skal alveg sérstaklega bent á skrif téðs Gunnars Þórðarsonar um gönguleið frá Bæjarnesi að Grundarenda.

Ásgeir 

 

One Reply to “Bæjarnes að Grundarenda”

  1. Smá villa við feðrun Kristjáns G & Gunna Þórðar:
    Kristján G Jóhannsson (Jóhanns Júlíussonar)
    Gunnar Þórðarson (Þórðar Júlíussonar)

Comments are closed.

EnglishUSA