Fornmenjar – fornminjar >

Í þinglýsingavottorði sem gefið var út hjá Sýslumanninum á Ísafirði árið 1993, var tekið fram að eigendum jarðarinnar Atlastaða bæri að varðveita fornmenjar sem væru á “hóli í túninu”.

Í bréfi …….  

 …. Hálfdáns Ingólfssonar, frá 17.apríl 1993, til Skipulags ríkisins segir svo, í aðeins styttri útgáfu:

Landi Atlastaða fylgir sú kvöð frá árinu 1929 að vernda skuli skálatóft Vébjarnar Sygnakappa í hól í túninu fyrir neðan Atlastaðabæinn. Nú er svo komið, að nákvæm staðstetning er öllum gleymd, og er verið að grafast fyrir um gamlar heimildir á Landsbókasafni og Þjóðminjasafni.

Einu heimildir um fornar tóftir eru frá Finnboga Rúti Jósepssyni og Geirmundi Júlíussyni, en þeir minnast frá æskuárum fornra tófta á Skiphól, þar sem skip Atla þræls á að vera grafið samkvæmt munnmælum.

Ólíklegt er að tóftir sem voru sýnilegar snemma á tuttugustu öld, og eru nú horfnar,  hafi verið frá landnámsöld. Einhver hlýtur að hafa þekkt staðsetningu tóftanna árið 1929 og er mikilvæt að finna heimildir þar um fyrir komandi kynslóðir, áður en þær grafast í gleymsku. 

Mynd ÁMÁ. Hér hefur hluti af mynd sem tekin var úr 500 metra hæð, verið stækkuð. Júllahús neðst fyrir miðri mynd og Anítubær rétt vinstra megin við miðju. Takið eftir miklum fjölda af ójöfnum í landslaginu.
Mynd ÁMÁ. Hér hefur hluti af mynd sem tekin var úr 500 metra hæð, verið stækkuð. Júllahús neðst fyrir miðri mynd og Anítubær rétt vinstra megin við miðju. Takið eftir miklum fjölda af ójöfnum í landslaginu.

Síðar, árið 2006, sendi þessi heimasíða fyrirspurn til þess sem nú heitir Náttúrustofa Vestfjarða. Enn er beðið eftir svari þaðan og spurning hvort 10 ár sé ekki ríflegur tími til að meta sem svo að þar viti menn ekki heldur hvar þessi tóft er.

Hvernig eigum við, sem stundum víkina fögru, að vernda eitthvað sem enginn veit hvar er?

Hitt er svo annað, að það er margt sem sjá má úr lofti, sem gæti verið flokkað sem mannvistaleifar, í þeirri meiningu að menn hafi hugsanlega grafið í jarðveg.

Skoðið myndina hér að ofan – sérstaklega efri fjórðung hennar, til hægri. Eru þetta tófir – í fleirtölu?

Ásgeir

EnglishUSA