Föstdagspistill: 4.apríl 2014

Það vorar – eða í það minnsta – það hlýtur að fara að koma vor!  Fyrir tveimur árum held ég – var flogið í vinnuferð til Fljótavíkur í febrúarmánuði…. og þá var nú bara allt autt á jafnsléttu….. en nú er kominn apríl, og þó öldin sé sú sama og þá … ja – þá er öldin önnur – eða þannig!

Í þessari viku birti ég tvær síður – og nú eru það Vennarnir:

1)    Lífsferill Vernharðs Jósefssonar og Maríu Friðriksdóttur á internetinu. Vernharð fæddist að Atlastöðum, og bjó sem bóndi bæði í Tungu og Skjaldabreiðu í Fljótavík, auk þess að vinna á uppvaxtarárum sínum á Atlastöðum.

2)     Birti bréf Vernharðs til Sölva Betúelssonar þar sem hann fór fram á að leigja hálfa Tungu til heyskapar.  Bréfið lætur lítið yfir sér, en eins og þeir sem þekktu til Vernharðs vita, þá bjó hann sem bóndi í raun allt sitt æviskeið því hann hélt skepnur í Hnífsdal alla tíð, og lagði mikla áherslu á að gera það vel.

One Reply to “Föstdagspistill: 4.apríl 2014”

  1. Leiðrétting: Ferðin sem ég vísaði í var farin á TF-VÍK (Örn Ingólfsson) 12.febrúar 2010. Lent var á sandinum í ósnum, samsíða lendingarstaðnum á grasinu. Örn gekk um svæðið og tók helling af myndum – en með í för voru a.m.k. Sævar Hjörvarsson og Magnús Geir Helgason.

Comments are closed.

EnglishUSA