Föstudagspistill 13. júní 2014

Það verður að viðurkennast að undanfarnar vikur hef ég ekki haft mikinn tíma aflögu sem ég get notað í heimasíðuna. Þann tíma sem ég hef þó haft, hef ég nýtt í síður sem þið sjáið ekki – enn sem komið er hið minnasta.

Það vita allir að snjóalög hafa verið óvenju mikil í Fljótavík í vetur og vor. Fyrir viku var gríðarlegur snjór eftir fyrir framan (innan) Langanes.

En – fólk er farið að koma í bústaðina. Þannig hefur fólk dvalið í Lækjabrekku, og búið er að vitja um Tungu. Bogga og Ingi fóru í Atlatungu um Hvítasunnu. Veit ekki um aðra bústaði – en fróðlegt væri þó að heyra.

Þar sem ég hef, eins og áður sagði, lítinn tíma aflögu, langar mig að varpa því fram hvort einhverjir þarna úti gætu ekki hugsað sér að setjast niður og skrifa pistla til birtingar hér? Það er í raun af mörgu að taka.

Ásgeir

One Reply to “Föstudagspistill 13. júní 2014”

  1. Sit hér heima á Króknum og vildi óska þess að ég væri í Fljótavík með mínum ektamanni , bræðrum og syni að byggja Bárubæ. Tommi og Sævar eru búnir að vera í sælunni í nokkra daga . Freyr bróðir ásamt Hannesi Geir syni mínum , Ísari og Enok sonum Freys eru á leið í Fljót í dag til að hjálpa til við smíðarnar.
    Mikið hvað ég öfunda þá.

Comments are closed.

EnglishUSA