Framhald – um myndir

Fyrir stuttu, upplýsti ég um bilun á síðunni. Nánar tiltekið snýst málið, um smáforritið NextGen Galley, sem kemur með villuna “NextGEN Gallery : Tables could not created, please check your database settings” – og leiðir til þess að ekki er hægt að festa þær stýristillingar sem þarf, til að hægt sé að nota viðbótarsmáfforritðið NextGen Galley Plús. Þetta vandamál hefur varað lengi – hátt í tvö ár.

Fyrra forritið er ókeypis – og nú er búið að rekja vandamálið til þess forits. Það var gert með því að plokka öll önnur smáforrit út – eitt og eitt í einu – uns “NextGen Gallery” stóð eitt eftir. Alltaf var villan sjáanleg – þangað til þetta smáforrit var fjarlægt – og þá hvarf villan.

Síðan var byrjað upp á nýtt. Öll smáforrit virkjuð á ný – eitt og eitt í einu – og aldrei kom villan – fyrr en síðasta forritið kom inn – mikið rétt “NextGen Gallery” – og þá kom villan aftur.

 

Þar sem ég er með greidda áskirft af viðbótinni “NextGen Gallery Plus”  hefur fyrirtækið sem framleiðir forritin – það heitir Imagify – fengið aðgang að síðunni í þeim tilgangi að leita í þaula að villum – og enn sem komið er, hefur ekki fundist skýring.

 

Nú leitar fyrirtækið eftir enn meiri aðgangi – og ekki veit ég hvort sá aðgangur verði heimilaður …… en svona er staðan í hádeginu 30.janúar 2019

EnglishUSA