Jæja…. og þá meina ég … JÆJA ! – með stórum stöfum

Tvö ár hefur það tekið, en nú tókst það loksins, að finna lausn á þeim vanda sem hefur loðað við myndasýningar síðunnar. Ég hef enga tölu á því, hversu oft ég hef þurft að hafa milligöngu á milli framleiðanda forritsins NextGen – og svo Snerpu, þar sem fólk úti í heimi, hefur viljað fá upplýsingar um þetta eða hitt í uppsetningu á vefnum hjá Snerpu. Ég þakka kærlega fyrir þolinmæðina á þeim bæ. Takk Sturla Stígsson.

Ég hef þurft að hleypa tveimur aðilum úti í heimi inn í kjarna síðunnar, þar sem verið var að prófa þetta – og svo prófa hitt – og nú er.lausnin fundin. Og hvað var svo að? Jú – einhvern tíma – þarna fyrir um tveimur árum, sendi NextGen gallaða uppfærslu sem einhverra hluta vegna leiðréttist svo ekki hjá mér – og reyndar fleirum. En nú á þetta sem sagt að vera komið í lag.. og í tipp topp standi….. en þó ekki alveg !

 

Nú sit ég nefninlega eftir með það að þurfa að endurbyggja helling.

 

En ég er byrjaður – og nú ættu þið að geta skoðað myndasöfn árins 2014 – þau eru bara tvö – annað frá Apríl 2014 – og hitt frá Desember 2014. Vonandi virkar þetta nú hjá ykkur.

EnglishUSA