Þessi síða er að miklu byggð á tengingum í upplýsingar sem eru á öðrum síðum. Meðal annars eru tengingar í dagblöð – og svo vikublöð eins og Bæjarins besta. Svona tengingar eru þeirrar náttúru, að ef breyting verður á því hvar síðan er stödd – rofna tengingarnar.
Það er ekki gaman – ó nei – hundfúllt – og vesen.
Sá sem reynir að lappa upp á tengingar, rekur sig á alls konar veggi sem þarf að klífa yfir….. og ég er nú ekki sá fimasti í að klifra …. í tvöfaldri meiningu.
Bæjarins besta, sem var með .pdf útgáfur af blaðinu á netinu – er löngu horfið – og ekki komið inn á www.timarit.is , en þar enda samt flest svona blöð – svo ég þarf þá að leita þar og reyna að tengja á ný………. en seinna….. og svo gleymist það.
Í augnablikinu veit ég um yfir 50 tengingar sem hafa rofnað svona.
Fyrir kemur að hægt er að redda svona tengingum með lítilli fyrihöfn – og þá er gaman – og alveg sérstaklega ef líklegt er að sem fæstir hafi orði varir við að hlekkurinn hafi yfirleitt rofnað.
Dæmi um tengingu sem datt út í smá tíma, en hefur verið uppfærð, er hér….. veljið hlekkinn: