Jólagjöf á hlaupársdegi ?

Þeir sem hafa verið ungir krakkar….. eeeh!… það á víst við um okkur öll, kannast við spenninginn sem byggist upp dagana og alveg sérstaklega síðustu kluttustundirnar áður en að því kemur að opna jólapakka að kvöldi balls-15415Aðfangadags.

Mér líður þannig núna!

Þannig er, að Ásmundur Guðnason flaug á TF-DVD – við þriðja mann – yfir Fljótavík og fleiri svæði í Sléttuhreppi, 27.febrúar 2016. Ási er búinn að birta rúman þriðjung af myndunum á Facebooksíðu sinni.

Eins og tæknin er orðin í dag – er lítið mál að senda mikið magn af myndum/gögnum t.d. með því að nota Dropbox. Á þetta skal bent svona ef þið sitjið inni með mikið magn af myndum sem þið mynduð vilja deila hér á þessum vef. Slík aðferð gefur kost á að senda myndir í fullri upplausn – þannig að allir “pixlar” komi fram.

Þeir sem hafa góða, stóra skjái, eiga að geta séð tófuspor við Lækjabrekku og Bárubæ í Fljóti. Þá hefur verið mikið traðk í kring um hús í Aðalvík – og því miður má sjá að gluggi – sennilega opnanlegt fag – hefur fokið úr í einu húsi í Aðalvík. Engar skemmdir virðast hafa orðið í Fljóti þennan veturinn – fram að þessu – en Fljót fékk svo sanarlega sinn skerf í fyrra!

Verið nú dugleg að skrifa við myndirnar – þið getið notað Facebook innskráningu ykkar. Athugið að í einhverjum tilfellum þarf ég að fara yfir og samþykkja texta áður en hann birtist – þetta er eitthvert öryggisatriði sem ég hef ekki enn lært að gera óvirkt.

En –  þá er komið að þessu…. opnið nú pakkana……..

 

EnglishUSA