Kæjakræðarar í Fljóti árið 1976

Kajak_01
Pörin þrjú að búast til brottfarar frá Fljótavík á Hornströndum, eftir að hafa dvalið þar í nokkrar nætur sumarið 1976

Árið 1976 komu 3 pör á 6 kajökum að landi í Fljótavík. Enginn átti von á þeim. Allt í einu var fólkið komið upp í fjöru án þess að neinn hefði tekið eftir þeim úti á víkinni.

Lagt hafði verið upp frá Bolungarvík,  róið yfir Djúp, og komið víða að landi áður en komið var til Fljóavíkur. “Heimamenn” komust að því að þau hefðu gert áætlun um að ljúka ferðinni í Hornvík, en reyndin varð að þau áðu í Fljóti og sneru við þaðan.

Það er freystandi, meðan annað kemur ekki í ljós, að halda að einhver úr þessum hópi, hafir farið að rifja ferðina upp, þegar hann heyrði lagið Fljótavík með Sigur Rós, og búið til myndasýningu við lagið.

Ritstjóri hefur gert sérstaka myndasíðu í tengslum við þetta – og þar er hlekkur á videoið auk þess sem myndir eru frá heimafólki og nokkrar kroppaðar úr myndbandinu.

Veljið þennan hlekk til að njóta………. 

One Reply to “Kæjakræðarar í Fljóti árið 1976”

  1. Þetta var stórskemmtilegt að sjá.

Comments are closed.

EnglishUSA