Ritstjóri er staddur erlendis þessa stundina, en hefur reynt að setja einhverja pósta í loftið annan hvern föstudag.
Í dag er annar hver föstudagur – eða þannig. Frekar en að gera ekki neitt – geri ég þetta.
Þó ég sé erlendis er allt í lagi að senda mér eitthvert efni til að moða úr – það er svo afskaplega lítið sem ég er með til birtingar.
Sólarkveðja frá Florida
Það er fyllsta ástæða til á þessum dýrðardegi, að óska síðuskrifara til hamingju með afmælið, og senda honum alúðarþakkir fyrir þjónustuna við okkur hin sem teljum að nafli alheimsins sé á milli Hvestu og Kögurs 🙂
Hjartanlega sammála. Myndin af gamla góða Willisnum er tekin af Snorra Grímssyni. Með bestu kveðju að Vestan.