Þetta “blogg” er ekki það fyrsta, þar sem ég bendi á að það styttist í að , Óbyggðanefnd taki friðland Hornstranda til meðferðar. Með því að “klikka” á orðið “Óbyggðanefnd” hér fyrir neðan (ATH – kemur aðeins fram ef farið er inn í bloggið með því að velja yfirskriftina) , má sjá eitthvað af fyrri bloggum, auk þess sem þetta tengist umfjöllun um það þegar þingmaður vestfirðinga reyndi að stofna þjóðgarð á Hornströndum.
Nú hefur ríkið lýst kröfum í stórt svæði í kring um Drangajökul – og í sjálfan jökulinn.
Gefinn er frestur til að veita andsvör – og þá þarf að draga upp pappíra sem sanna að einhver eigi landareign innan þess svæði sem ríkið gerir kröfu til. Ef engin skjöl eru til – úrskurðar Óbyggðanefnd svæði sem þjóðareign, og þá er aðeins dómstólaleiðin fær.
Landarmerkjum Atlastaðalands er vel lýst og þinglýsingarskjalið ætti að liggja hjá yfirvöldum. En – eru allir landeigendur tilbúnir í þennan slag?
Bætti “ATH – kemur aðeins fram ef farið er inn í bloggið með því að velja yfirskriftina” inn í textann skv. ábendingu