Of lítið – hæfilegt – of mikið

Ég dunda mér við að skoða eitt og annað á netinu. Áhugasviðið tengist óneitanlega mörgu – dreifist – en eitt er friðland Hornstranda, sérstaklega Fljótavík.

Ég hef rambað á eitt og annað sem mér finnst merkilegt – en það er ábyggilega annað eins sem ég hef ekki fundið enn.

Ef ég hef ekki rambað á allt sem finnst í netheimum um þetta áhugasvið – hvað þá með fólk sem ekki grúskar? Finnur það hæfilega mikilvæg málefni – eða ekki nógu mikilvæg?

Það er óumdeilt, að haldnir voru kynningarfundir um að verið væri að vinna við “Stjórnunar- og verndaráætlunina”. Um 50 manns mættu á Ísafirði og annað eins í Reykjavík. Meira að segja, fannst fundargerð.

Drög voru sett á netið – og bent á að tillögum ætti að skila fyrir ákveðinn tíma.

Úrdráttur finnst úr þeim 20 innsendu athugasemdum sem bárust.

Allt satt og rétt – en hvernig dæmir maður hvort þetta var fullnægjandi? Hvernig viljum við hafa samráð? Þó ekkert annað kæmi út úr umræðum síðustu daga, en að samskiptaferlar yrðu bættir í framtíðinni, væri það skref til batnaðar. Samskipti merkir í báðar áttir. En það eru ekki allir á netinu!

Samkvæmt lögum skal haft samráð við landeigendur. Þar stendur ekki að það skuli haft samráð við hagsmunafélög landeigenda.

Ef einn landeigandi, kannast ekki við samráð – var þá haft fullnægjandi samráð?

Eftir stendur vafinn

EnglishUSA