Veðurútlitið er nú ekki allt of gott þessa tímana.
Ekki nóg með að það sé hlýtt á norðanverðum Vestfjörðum, sem telst ekki gott fyrir skíðaáhugafólk – þá er verið að spá miklum meðalvindi, með vindkviðum sem skaga upp í 40 metra á sekúndu – og það er nálægt 150 kílómetrum á klukkustund.
Um tíma kemur vindurinn frá suðvestri, sem þýðir að hann kemur beint undir skyggni nokkurra bústaða Atlastaðamegin í Fljóti.
Það eru til alls konar orðatiltæki eða orðaleikir í kring um það hugtak að fresta einhverju. Sem dæmi er stundum sagt, að maður “eigi aldrei að gera í dag, það sem maður getur látið einhvern annan gera fyrir sig á morgun” .
En – þannig er…… að síðunni hefur borist tölvupóstur frá Minnjastofnun, vegna fyrirspurnar um tilvist og verustað skálatóftar Vébjarnar Sygnakappa.
Ég var nýbúinn að óska öllum gleðilegs árs, með því að nýta mér eldri ritvinnslumöguleika, og svo kom þessi tölvupóstur Minnjastofnunar. Ég fór að reyna að skrifa um hann með nýju ritvinnslukerfi – og það gekk ekki allt of vel – en það tókst þó að ljúka síðunni.
En – ég var sem sagt nýbúinn að óska öllum gleðilegs nýss ár árs – og því ákvað ég að bíða með að birta fyrstu síðuna í nýju kerfi – og hellti í staðinn úr pirringsskálum mínum – og notaði teiknaða mynd af ákveðinni önd, sem á ensku ber sama fornafn og forseti Bandaríkjanna.
Ég ákvað sem sagt að fresta því að birta þetta……. en nú get ég bara ekki frestað þessu lengur – svo veljið þennan hlekk: https://fljotavik.is/?page_id=9732
“Korteri fyrir nýliðin áramót” voru gerðar breytingar á ritvinnsluhluta forritsins WordPress sem er notað til að skrifa allt sem kemur á þessa heimasíðu. Þetta er nú ekki sérstaklega vinsælt hjá svona gömlum fauski eins og mér – en ég er að reyna að láta mig hafa það. Þið verðið bara – eins og ég – að láta þetta yfir ykkur ganga.
Til að gera þetta enn flóknara, er líklegt, að með ofantalinni breytingu, fylgi aðrar, sem að lokum kunna að leiða til þess að allt útlit síðunnar muni taka breytingum. Við verðum bara að vona það besta.
Tíminn líður stöðugt áfram. Við ráðum ekki við það. Það má í raun segja að hvert augnablik séu tímamót í sjálfu sér, en það er ekki vaninn að dvelja við slíkt.
Augnablikið þegar klukkan breytist úr 23:59 á Gamlársdag yfir í 00:00 á Nýjársdag teljast af flestum vera harla merkileg tímamót – og annsi mörg “kerfi” fara í uppgjörsham.
Þessi heimasíða tekur þessu nú bara með ró og spekt og því kemur bara lítil mynd og stuttur texti þar á eftir….. :
Þetta “blogg” er ekki það fyrsta, þar sem ég bendi á að það styttist í að , Óbyggðanefnd taki friðland Hornstranda til meðferðar. Með því að “klikka” á orðið “Óbyggðanefnd” hér fyrir neðan (ATH – kemur aðeins fram ef farið er inn í bloggið með því að velja yfirskriftina) , má sjá eitthvað af fyrri bloggum, auk þess sem þetta tengist umfjöllun um það þegar þingmaður vestfirðinga reyndi að stofna þjóðgarð á Hornströndum.
Gefinn er frestur til að veita andsvör – og þá þarf að draga upp pappíra sem sanna að einhver eigi landareign innan þess svæði sem ríkið gerir kröfu til. Ef engin skjöl eru til – úrskurðar Óbyggðanefnd svæði sem þjóðareign, og þá er aðeins dómstólaleiðin fær.