Samfélagið – um friðland Hornstranda

Drögin ….

Eins og áður hefur komið fram, hefur nefnd á vegum Umhverfisstofnunar birt 43 blaðsíðna  „Drög að nýrri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum“. Farið er fram á að athugasemdum sé skilað eigi síðar en 17.júlí 2018.

Eftir að drögin hafa verið endurskoðuð út frá athugasemdum, verða þau væntanlega samþykkt þannig að öllum sem koma í friðlandið – og vel að merkja innan kílómeters fjarlægðar frá landi – ber að fara eftir þeim, á meðan þau eru í gildi.

Það er mikilvægt að hagsmunaraðilar lesi drögin og komi með athugasemdir, ef einhverjar eru.

Samfélagið …

„Samfélagið“ , útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu, birti viðtal við Kristínu Ósk Jónasdóttur, landvörð í friðlandi Hornstranda, þann 18.júní 2018, þar sem farið er yfir drögin.  Framtakið er þakkarvert, og skal bent á að hlusta á viðtalið, sem opnast með því að velja þennan hlekk. Viðtalið hefst við tímann 02:40 og lýkur við 22:15 og   verður aðgengilegt til og með 16.september 2018.

Myndir frá árinu 1969 og fyrr

Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,

Síðastliðinn vetur hafa nokkur myndasöfn orðið fyrir skakkaföllum. Sum hafa þó alveg sloppið, en eitt frá árinu 1957 glataðist alveg. Það er þó verið að vinna í  því að endurbyggja það.

En – ég ætla að minna á safn “mynda frá 1969 og fyrr” – þar sem eru saman komnar myndir úr mörgum áttum en sem uppfylla skilyrðið um að vera frá árinu 1969 eða fyrr.

Safnið frá 1957 – er sjálfstætt – stendur eitt og sér. Það er væntanlegt.

En – skoðið nú þetta – og athugið svo hvort þið eigið myndir í ykkar fórum sem mættu fljóta þarna með. Í dag er lítið mál að taka mynd beint úr albúmi og senda á netfangið eða Dropboxið með netfangið: asgeirsson54@gmail.com

Hér er svo albúmið 

 ➡    Leiðbeiningar

Gleðilegt sumar

Jæja – nú er sennilega kominn tími til að “skrifa eitthvað! Gleðileg jól hefur staðið þarna síðan  –  jú , einmitt –  fyrir jól. Það kom ekki einu sinni “Gleðilega páska” – eða “Gleðilegt sumar”.

Ritstjórinn er haldinn ritstíflu.

En – það þýðir ekki endilega að þið hin þurfið að vera með ritstíflu – HA?

Ég væri afar þakklátur ef þið mynduð senda mér eitthvað til að moða úr. Hvað gerðist merkilegt í Fljóti á síðasta ári svona til að skrá á Tímalínuna – og reyndar er ekkert skráð í Tímalínu frá árinu 2016 heldur.

Ég er kominn með nýtt netfang: asgeirsson54@gmail.com . Það netfang er líka tengt við Dropboxið – ef einhver vildi senda mér helling af myndum til birtingar.

Ásgeir

 

 

 

Jólakveðja 2017

Þetta gerist á hverju ári, svei mér þá. Það koma jól. Þess vegna er kominn tími til að heimasíðan birti textann:

 

Gleðileg Jól 

Hornstrandir.is

Þessi heimasíða – www.fljotavik.is – var stofnuð fyrir margt löngu. Í fyrstu var hún gerð af mikilli vankunnáttu af minni hálfu, og það má segja að allt hafi, svona útlitslega,  farið niður á við í langan tíma eftir að ég hóf að setja eitthvað inn á síðuna. Hún leit vel út í fyrstu, eins og Ingólfur Gauti Arnarsson setti hana upp.

Margar aðrar heimasíður, hafa farið í gegn um lík niðursveifluferli, eða hreinlega verið óbreyttar árum saman, og þar af leiðandi líta út fyrir að vera – einmitt – “gamlar”.

Þessi síða fór loks yfir í nýtt og þægilegra vefumhverfi, fyrir 3-4 árum, og trúið mér þegar ég segi að það er mikill munur á, hversu auðveldara það er að nú uppfæra síðuna eða gera breytingar.

Svo eru það efnistökin? Ja – það er eitthvað annað. Þeir sem Continue reading “Hornstrandir.is”

Ættli? Ætli ? ….. Atli !

Jamm. 

Á morgun, segir sá lati. Einu sinni á ári, greiði ég smávægilega upphæð fyrir að halda úti myndasíðu til hliðar við myndirnar sem eru á þessari síðu. Þessi síða hefur verið þarna frá árinu 2003, eða þar um bil. 

Tunga í Fljóti. Íbúðarhús og skemma Verharðs. Myndin er upphaflega stærri – sést meira af Tunguhorni og hlaðinu, en hér hefur það verið skorið í burtu.

Þegar undanfari þessarar heimasíðu sem þú ert nú að kíkja á, fór í loftið, var ekki hægt að sýna myndasöfn þar. Bara eina og eina mynd.

Þess vegna var Continue reading “Ættli? Ætli ? ….. Atli !”

EnglishUSA