Samfélagið – um friðland Hornstranda

Drögin ….

Eins og áður hefur komið fram, hefur nefnd á vegum Umhverfisstofnunar birt 43 blaðsíðna  „Drög að nýrri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum“. Farið er fram á að athugasemdum sé skilað eigi síðar en 17.júlí 2018.

Eftir að drögin hafa verið endurskoðuð út frá athugasemdum, verða þau væntanlega samþykkt þannig að öllum sem koma í friðlandið – og vel að merkja innan kílómeters fjarlægðar frá landi – ber að fara eftir þeim, á meðan þau eru í gildi.

Það er mikilvægt að hagsmunaraðilar lesi drögin og komi með athugasemdir, ef einhverjar eru.

Samfélagið …

„Samfélagið“ , útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu, birti viðtal við Kristínu Ósk Jónasdóttur, landvörð í friðlandi Hornstranda, þann 18.júní 2018, þar sem farið er yfir drögin.  Framtakið er þakkarvert, og skal bent á að hlusta á viðtalið, sem opnast með því að velja þennan hlekk. Viðtalið hefst við tímann 02:40 og lýkur við 22:15 og   verður aðgengilegt til og með 16.september 2018.

EnglishUSA