Ný flugvél í flugflotann

Um síðustu helgi, lögðu tveir fljótvíkingar upp í ferjuflug, þegar þeir ferjuðu nýja flugvél frá Rotterdam í Hollandi og til Reykjavíkur. Þetta voru Eddi í Tungu og Ási á Lækjabrekku.

Skemmst er frá að segja að flugið, sem dreifðist á þrjá daga, tókst óhappalaust og farsællega.

Um er að ræða fjögurra sæta flugvél. Tegundin er Glasair Sportsman, og ber hún einkennisstafina PH-JAJ.

Um leið og ritstjóri gerist svo djarfur að telja þessa vél með í “Flugvélaflota Fljótavíkur”, óskar hann þeim sem eiga vélina til hamingju og með fylgir ósk um farsæld alla tíð.

Ásgeir

Myndir frá Edda í Tungu, teknar í maí 2016

Eins og ég hef áður bent á, er eðli stjórnmálamanna að taka stefnumarkandi ákvarðanir og halda fast við þær alveg fram í rauðan dauðan, uns fokið er í flest eða öll skjól.

Þá taka þeir nýja ákvörðun – stefnumarkandi – og halda fast við hana fram í rauðan dauðan, …. og taka þá nýja ákvörðun…… o.s.frv.

Ég er svolítið þannig núna. Ég hef reynt að halda mig við að birta eitthvað annan hvern föstudag, en er nú með flest “niðri um mig” hvað það varðar.

Ég birti því, með góðri samvisku, myndir sem Eddi Finns sendi síðunni. Þær eru teknar í maí 2016 og sýna að mestu framkvæmdir við að koma Bæjaránni aftur í sinn rétta farveg.

Eins og “allir vita”, þá eru myndasíðurnar undir flipanum “Myndir” á forsíðu heimasíðunnar, og best væri að allir myndu nú venja sig á að fara þá leið til að skoða myndirnar, en annars má “klikka” á þessa línu……. 

Gleðilega páska

 

Gleðilega páska 

Nei – þetta eru hvorki páskaliljur né páskagulir túlipanar – en þetta er mynd frá Fljótavík, og það er ofar hinum blómunum í minni goggunarröð …  🙂 

 

Um samvinnu www.fljotavik.is og Fljotavik.is á FB

 

Eins og margir vita, er samvinna milli heimasíðunnar www.fljotavik.is og síðu á Facebook, Fljotavik á FB. Þegar ég finn eitthvað spennandi í umræðu t.d. tengt Hornströndum, vísa ég oft í slíkt á Facebooksíðunni. Þessar fréttir fara ekki inn á heimasíðuna.

Öfugt,  þegar heimasíðan sendir eitthvað frá sér á bloggformi, sendir hún sjálfkrafa tilkynningu sem kemur fram á Facebooksíðunni hjá þeim sem hafa sett “Like” á Facebooksíðuna.

Hvers vegna er hann að skrifa þetta?

Ég setti hlekk frá heimasíðunni á Faceboosíðu Átthagafélags Sléttuhrepps, þar sem vísa var í myndasíðu Ásmundar Guðnasonar frá flugi yfir Sléttuhrepp en þó aðallega Fljót. Eftir það hringdi einn sem sárnaði að fá ekki skilaboð á Facebooksíðu sína þegar ég birti eitthvað á heimasíðunni. Viðkomandi vissi um aðra sem voru að fá skilaboð. 

Við fórum saman yfir þetta og komumst að því að viðkomandi hafði sett “Like”  á “Facebooksíðu Átthagafélags Sléttuhrepps” . 

Viðkomandi var ekki með Like, á Fljotavik.is á FB en kom því í lag hjá sér og fær nú skilaboð frá síðunni, en telur eins ástatt hjá mörgum öðrum. 

Sem sagt – eins og stendur á forsíðu Fljotavik á FB….:    hakið við Like  eða upp á íslensku “Kann að meta“, eins og sést á myndinni sem fylgir, ef þið viljið frá skilaboð þegar nýtt efni er birt á www.fljotavik.is eða eitthvað er birt á Fljotavik.is á FB.

Ef ykkur grunar að eins sé ástatt hjá einhverjum sem þið þekkið – bendið á viðkomandi á það.

Ásgeir 

 

 

Myndir úr flugi yfir Fljótavík og byggðina í Fljóti, í mars 2017

Laugardaginn 4.mars 2017 flaug Ásmundur Guðnason á flugvél sinni TF-DVD yfir stóran hluta Sléttuhrepps. Með í för voru faðir hans , Guðni Ásmundsson og Hálfdán Ingólfsson .

Ásmundur tók mikinn fjölda af myndum .

Hér skal vísað á rúmlega 80 myndir sem hann tók frá flugi um Fljótavíkog þá verður þetta ekki lengra í bili.

 

 

EnglishUSA