Gestabækur – vandið valið og notið þær

Vorið 2017 er tilhlýðilegt að benda öllum á mikilvægi þess að skrifa í gestabækur, sem vonandi eru í öllum sumarbústöðum í Fljóti. Þær þurfa ekki að vera sérgerðar og rándýrar því einfaldar stílabækur þjóna tilganginum. 

Gestabækur eru ekki bara til skrauts

Þegar frá líður munu örugglega koma upp minnisbrot þar sem þið veltið fyrir ykkur – hvenær var það sem þetta eða hitt gerðist, eða hvenær var það sem hann, hún eða þau komu hingað. Þá er gott að geta kíkt í gestabókina.

Ekki síður getur verið skynsamlegt að nota góða gestabók sem tímalínu bústaðarins og skrá þar hvenær þetta eða hitt vart gert. Hvenær var byrjað að byggja? Hvenær lauk því?  Hvenær var síðast borið á húsið? Hvenær var þakið málað? 

Hvaða sumar var það sem það var sól alla daga? Við þurftum ekki að kveikja upp í ofninum í einhverjar vikur og vorum orðin í vandræðum með ruslið?

… og alveg rétt…. man einhver hvenær það var sem……… að ég nú ekki tali um…… já og svo var það þetta með…..

Notið gestabækurnar – þær eru ekki bara til skrauts!

…. og svo að sjálfsögðu þætti mér vænt um að fá sögur úr gestabókunum ef þær eiga erindi út fyrir bústaðinn.

 

 

 

EnglishUSA