Veiðiferð í Fljót árið 1957

Þegar myndasýningarnar hrundu á síðunni, var að minnsta kosti ein sem glataðist alveg. Ég varð að biðja um láta senda mér myndirnar aftur – og svo hafa þær beðið þess að kerfið færi að lagast.

Ég hafið í inngangi, sýnt mynd af 11 systkinum, ásamt foreldrum, frá Hvilft í Önundarfirði.  Eddi Finns, rekur ættir sínar þangað…. en svona í framhjáhlaupi, þá rekur ritstjóri föðurætt sína til þarnæsta bæjar – Sólbakka í Önundarfirði.

Mér hefur ekki tekist að finna myndina af fjölskyldunni frá Hvilft – og finnst það mjög miður. 

 

Veljið hlekkinn  

 

 

 

Landakort á samfélagsmiðlum

 

Algengasta vaðleiðin milli Tungulands og Langaness

Því hærra yfir víkinni – því færri upplýsingar, og svo öfugt.

Samfélagsmiðlar 

Ritsjóri hefur áður rætt það hvort síða eins og þessi, eigi rétt á sér, nú þegar allir þessir samfélagsmiðlar eru orðnir svona margir og mikið notaðir.  Þó það sé auðvelt að ná til fjöldans með þeim, geyma þeir ekki flokkaðar upplýsingar, með auðveldu aðgengi síðar meir. Sumir gera meira að segja út á að skilaboð sem sett eru inn, hverfi eftir skamman tíma  – eða strax eftir lestur.

Hér er skrifað “Báruhús” – en á væntanlega að vera Bárubær”

Hvað varð um Bæjarána ?

Teiknuð gönguslóð, miðast greinilega við styðstu leið. að tjaldstæðinu

 

Flestir samfélagsmiðlar bjóða möguleika á að skoða landakort, á einhverju formi. Facebook getur til að mynda, sýnt hvar fyrirtæki eða einstaklingar eru til húsa – og þá er auðvelt að skoða næsta nágrenni.

Það kemur svolítið á óvart – e.t.v. vegna þess að maður hefur ekki pælt svo mikið í því – að komast að því að það getur verið mikill munur á því hvernig kortin eru.

Ritstjóri var að fá ábendingu um að ef kort yfir Fljótavík er skoðað á  Snapchat, sést svo sem ekki margt, við fyrstu sýn, en ef “farið er nær” birtast punktalínur sem sýna gönguslóða og meira að segja sést algengasta vaðslóð milli Tungulands og Langaness. Sumarhúsin Atlastaðamegin eru merkt með nafni.

Forvitnilegt væri að komast að því, hvernig þessar merkingar hafa komið til. Er einhver “okkar” sem getur upplýst um það ? 

Ásgeir 

Ný flugvél í flugflotann

Um síðustu helgi, lögðu tveir fljótvíkingar upp í ferjuflug, þegar þeir ferjuðu nýja flugvél frá Rotterdam í Hollandi og til Reykjavíkur. Þetta voru Eddi í Tungu og Ási á Lækjabrekku.

Skemmst er frá að segja að flugið, sem dreifðist á þrjá daga, tókst óhappalaust og farsællega.

Um er að ræða fjögurra sæta flugvél. Tegundin er Glasair Sportsman, og ber hún einkennisstafina PH-JAJ.

Um leið og ritstjóri gerist svo djarfur að telja þessa vél með í “Flugvélaflota Fljótavíkur”, óskar hann þeim sem eiga vélina til hamingju og með fylgir ósk um farsæld alla tíð.

Ásgeir

Myndir úr flugi yfir Fljótavík og byggðina í Fljóti, í mars 2017

Laugardaginn 4.mars 2017 flaug Ásmundur Guðnason á flugvél sinni TF-DVD yfir stóran hluta Sléttuhrepps. Með í för voru faðir hans , Guðni Ásmundsson og Hálfdán Ingólfsson .

Ásmundur tók mikinn fjölda af myndum .

Hér skal vísað á rúmlega 80 myndir sem hann tók frá flugi um Fljótavíkog þá verður þetta ekki lengra í bili.

 

 

EnglishUSA