Bæklingur KGJ um skip sem hafa borið nafn Júlíusar Geirmundssonar

Kristján G Jóhannsson, sonarsonur Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem bjuggu um 40 ára skeið á Atlastöðum í Fljóti, gaf nýlega út bækling um þau fjögur skip sem borið hafa nafn afa hans.

Bæklinginn gefur Kristján út í tilefni þess að 2. mars 2017 voru rétt 50 ár liðin frá því að fyrsta skipið sem bar nafnið “Júlíus Geirmundsson” kom til Ísafjarðar.  Um þetta er einnig fjallað í frétt á féttavef Bæjarins Besta á Ísafirði, og fer vel á því að fyrir fréttinni er skrifaður annar afkomandi Júlíusar og Guðrúnar. 

Öll þessi fjögur skip hafa verið smíðuð sem nýsmíði fyrir útgerðina Gunnvöru.

Nafn fyrirtækisins er dregið af  samnefndum báti sem strandaði í Fljótavík árið 1949.  Kristján hefur einnig skrifað þá sögu hér á síðunni.

Búið er að tengja þennan nýja bækling neðst inn í þá síðu þar sem æviferill Júlíusar og Guðrúnar er reifaður hér á síðunni. 

Að skjóta sig í löppina … eða standa ekki við það sem ég segi …..

Ég birti blogg laust eftir síðastliðið miðnætti. Á undanförnum mánuðum hef ég reynt að vinna mér í haginn, og punkta eitthvað hjá mér sem ég vinn svo áfram – eða kasta.

Það er því andstætt öllu sem ég hef verið að gera, að ég hendi nú einhverju aftur í loftið – nokkrum klukkutímum eftir síðasta blogg. Ég gæti með nokkrum rétti sagt að ég væri að ganga þvert á það sem ég hef verið að segja þegar ég stefni á að hafa 14 daga á milli blogga, og því má líka segja að ég sé að skjóta mig í löppina.

Það þetta aukablogg kemur til af góðu,  því hér í morgun birtist nokkura daga gamalt myndband af flugi yfir – en þó því miður- framhjá – “okkar” svæði

En – þar sem nú hefur verið  hæðarsvæði og stilla hér við land, geri ég ráð fyrir að einhverjir þeirra sem hafa yfir flugvélum að ráða og hugsa sérstaklega til Fljótavíkur, séu farnir að ókyrrast.

Því vil ég minna flugmenn á, að þessi síða er með sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á sjálfum óskjaftinum …… svo – sjáið nú aumur á okkur og smellið a.m.k. einni mynd af honum….. og sendið að sjálfsögðu til mín.

Ásgeir

Hreppaflutningar frá Tungu í Fljóti yfir í Grunnavík

Takk fyrir síðast 

Fyrst langar mig að þakka kærlega fyrir síðast – í þeirri meiningu að það voru óvenju mörg innlit á síðuna eftir að myndirnar sem Eddi í Tungu sendi síðunni voru birtar.  Síðunni var líka deilt óvenju oft og mörg “Like”. Allt hjálpar þetta við að deila boðskapnum….. “ Fljótavík hún rokkar” . En snúum okkur þá að texta dagsins……: 

Fellistikan “Fólk” 

Ein þeirra fellistika sem eru á heimasíðunni heitir “Fólk“. Þar er ég smám saman að bæta inn umfjöllun – jú einmitt – um fólk sem hefur búið eða á einhvern hátt tengst Fljóti.   🙂 

Hvað þarf að hafa búið lengi í Fljóti til að teljast vera þaðan?

Ég hef svo sem ekki myndað mér neina fastmótaða skoðun
á því hvað fólk þarf að hafa búið lengi í víkinni til þess að komast með á þennan fellistikulista. En hér ætla ég að benda á skrif um mann sem aðeins bjó í tæpt ár í Tungu.

 

Hreppaflutningar 

 continue

Ljósmynd af hluta af blaðsíðu 12 í MA lokaverkefni Katrínar Guðnýjar Alfreðsdóttur við félagsvísindasvið Háskóla Íslands í júní 2012.

 Ljósmynd af hluta af blaðsíðu 12 í MA lokaverkefni Katrínar Guðnýjar Alfreðsdóttur við félagsvísindasviðáskóla Íslands í júní 2012, (með leyfi höfundar). 

 

Jón Sigurðsson Hansson var fluttur á sleða frá Tungu yfir að Hesteyri, ásamt með fjölskyldu sinni, og þá var hann enn ekki orðinn eins árs. Nokkrar heimildir geta þess að um hafi verið að ræða síðustu hreppaflutninga landsins. Ég sel það svo sem ekki dýrara en ég keypti það, og það má reyndar finna skrif í nútímanum sem tala um að enn á þessum tímum megi finna hreppaflutninga.

Það voru erfiðir tímar 

Gísli Hjartarson skrifaði minningargrein um nefndan Jón Sigurðsson Hansson að honum gengnum. Gísli skráði á sínum tíma margar skemmtisögur í skruddur sem gefnar voru út og gerði góðlátlegt grín að fleirum sem tengdust Fljótavík, þar á meðal Boggu Venna og Líndal sem var giftur Helgu Hansdóttur.

Þá skrifaði hann eina skemmtisögu um manninn sem hér ert til umfjöllunar, Jón Sigurðsson Hansson. Veljið þennan hlekk til að lesa …….. 

 

 

 

Fljótavík á Þorra

Varla  voru  haldin  Þorrablót  í  Fljóti? 

Þorri byrjar í dag, föstudaginn 20. janúar 2017, á Bóndadegi.  Það vekur mann til umhugsunar um hvort haldið hafi verið upp á slíkt fyrirbæri í Fljóti svona síðustu árin áður en byggðin fór í eyði. Er einhver sem veit? 

En – í tilefni Þorra, ætla ég að leyfa mér Continue reading “Fljótavík á Þorra”

EnglishUSA