“Nýjar” – gamlar – svarthvítar myndir

Um síðustu mánaðarmót sat ég í rólegheitum við tölvuna og var eitthvað að dunda mér. Ég  átti svo sem ekki von á neinu þegar mér að óvörum dúkkaði upp merki sem ég átti að þekkja, en þar sem það er ekki ofnotað, þurfti ég að hugsa mig aðeins um.

Dropbox !

Svei mér þá – ég var að fá sendingu í Dropboxið – ó já! Fullt af svart/hvítum myndum sem Eddi Finns sendi síðunni. Myndirnar eru frá ágúst 1957 og sýna Hjálmar Finnsson og Edda son hans ásamt fjórum öðrum ferðast til Fljótavíkur og reisa tjaldbúðir. Það eru sem sagt að verða 60 ár síðan myndirnar voru teknar. 

Þegar ritstjóri sér svona myndir, tekur hann strax eftir því að á einni myndinni er verið að taka mynd af myndasmiðnum. AHA – Sherloc.  Það voru fleiri myndavélar þarna, og þá verður maður gráðugur og hugsar…. hvar ætli þær myndir séu nú? En, – ég er nú bara sáttur með að hafa þó fengið þessar myndir til birtingar. Frábært Eddi – kærar þakkir frá okkur öllum og fyrir okkur öll.

Edward hefur sjálfur skrifað texta sem birtist hægra megin við sumar myndanna.  Veljið þennan hlekk til að skoða myndirnar 

 

3 Replies to ““Nýjar” – gamlar – svarthvítar myndir”

Comments are closed.

EnglishUSA