Samskiptasíður ?

Um miðjan september 2013 komu um 56 þúsund svör frá leitarvélum ef spurt var um orðið Fljótavík. Straumnes var með um 120 þúsund svör, og Aðalvík með um 45 þúsund. Hvað Fljótavík  (og Straumnes) áhrærir er bróðurparturinn tengdur lögum hljómsveitarinnar “Sigur Rós“.

En – það er líka töluvert um það að Fljótavík komi upp – frá síðum sem skrifaðar hafa verið af þeim sem eiga taugar til Fljótavíkur – ættir, uppruna, tengsl, vensl – eða hafa bara átt leið hjá.

Margar myndir og sögur – gætu átt erindi á þessa síðu – í þeirri meiningu að það gæti verið gaman að tengja síður saman – ef þeir sem eiga svona síður vilja það.

Þess vegna þætti mér vænt um að fá að heyra í ykkur sem gjarnan viljið – eða bara getið fallist á – að ég vísi í það sem þið hafið gert. Látið mig vita á netfanginu asgeirsson54@gmail.com. 

Ásgeir

Ferðaáætlanir ferðafélaganna

Nýverið fékk ég bæklinginn “Ferðaáætlun 2014” frá Ferðafélagi Íslands.  Þar er gaman að sjá mikla grósku  í kring um Ferðafélag Ísfirðinga, sem er deild í Ferðafélagi Íslands. Þeir sem standa þar að baki eiga hrós skilið fyrir dugnað.

Ég fæ ekki séð að Ferðafélag Íslands skipuleggi eina einustu ferð um Fljótavík sumarið 2014. Má vera að við sem sækjum í kyrrðina og friðinn í víkinni fögru, kærum okkur kollótt um það – en af hverju er þetta svona?

Það fylgir því ákveðinn beigur að sjá á bls. 45 í nefndum bæklingi, undir ferð sem heitir S-31 Hornstrandir, hvernig Flæðareyri er flokkuð með Hornströndum. Þó skigreining svæðisins geti verið á reiki hjá “leikmönnum”  hefði maður haldið að þeir sem skrifa svona bæklinga, að ég nú ekki tali um þá sem skráðir eru farastjórar, eigi að vita betur.

Hornstrandafriðlandið er skilgreint sem landsvæðið norðan við lægstu punkta vantasvæðisins á milli Hrafnfjarðar í Jökulfjörðum og Furufjarðar, um Skorarheiði. Síðan geta menn rætt það hvort Hornstrandir séu bara það svæði sem liggur frá Hornbjargi til suðausturs að Furufirði – eða hvort það eigi við um allt svæðið þarna fyrir norðan – Norðurstrandir, og/eða Víkurnar. Í öllu falli hlýtur það að vera mikilvægt fyrir farastjóra í þessari ferð, að sjá til þess að hópurinn fari norður fyrir Skorará, svo þátttakendur geti réttlætt það að hafa komið á svæðið.

Síðan er í endurgerð……

Netfang til að senda athugasemdir:  asgeirsson54@gmail.com

Gamla myndasíðan – : http://fljotavik.123.is/

27.janúar 2014:    Nú eiga Tunga og Glúmsstaðir að vera nokkurn vegin í lagi (Ábúendatal/Ábúð) – en ég lenti í basli með Atlastaði. Það kom í ljós að ég hef klúðrað þessu eitthvað á gömlu síðunni – árið  2006 (!) – og enginn hefur sagt neitt um það. Alla vega þarf ég að leita í heimildum og fara betur yfir þetta.

22.janúar 2014: Þó þið sem kíkið á síðuna sjáið ekki miklar breytingar – þá er þetta nú samt svona smám sana að rjátlast. Þessa dagana er ég að fara yfir síðurnar sem sýna ábúendur á þeim jörðum sem voru í Fljótavík. Ég er stórt séð búinn með Glúmsstaði og er að vinna við Tungu – sem klárast vonandi á næstu dögum. Eins og þið kanski sjáið þá hef ég sett inn nokkrar tengingar hjá síðunni um Ábúendur á Glúmsstöðum. Ef tengingarnar eru valdar, opnast einhverjar upplýsingar sem gaman er að sjá.

11.12.13 – það er að segja, 11.desember árið 2013 var ákveðið, að þar sem nýja útgáfan af heimasíðunni væri orðin stærri og virkari en það sem enn var finnanlegt af gömlu heimasíðunni – sem vel að merkja hafði ekki verið hægt að breyta í mörg ár – að láta gömlu síðuna sigla sinn sjó og virkja þá nýju.  

 

Örnefni – tengd við myndir

Þó ég sé að þrjóskast við að færa gömlu heimasíðuna yfir á þessa, er ég nú ekki skærasta ljósaperan þegar kemur að vinnu við heimasíður – hvað þá við hin ýmsu myndvinnsluforrit.

Fyrir mörgum árum, bentu Eddi og Erna í Tungu mér á það hvernig nöfn eru skráð inn á ljósmyndir sem sjá má hér: http://www.bjargtangar.net/Pages/ornefni.html . Hægt er að fara inn á hverja mynd fyrir sig og stækka hana og þá sést hvað ég er að tala um.

Ég hef verið að gera tilraunir með þetta – en er ekki nógu vel að að mér, hvort sem er í þeim forritum sem eru líkleg til að gera þetta á auðveldan hátt – eða – í mörgum tilfellum ekki heldur alveg með á hreinu hvert píla ætti að benda þegar um sum örnefnin er að ræða.

Ég lýsi því eftir ábendinum um það hvernig skynsamlegast væri að vinna verkið – og ekki síður eftir einhverjum til að taka þetta að sér eða í hið minnsta til að vinna verkið með mér í einhverju teymi.

Ásgeir

 

Er líða fer að jólum ……..

Tíminn líður – það líður að jólum.

Þeim fer fækkandi sem hafa lifað jól í Fljótavík. Fyrir okkur sem ekki vitum – væri fróðlegt að fá eitthvað að heyra og/eða lesa um jólaundirbúning og sjálft jólahaldið í Fljótavík, og þá væri nærtækast að horfa á jólin 1945. Seinni heimstyrjöldin nýbúin – mörg af börnunum sem slitu barnsskónum í víkinni farin á vit sinna ævintýra. Vafalaust hugsuðu margir heim og öfugt – margir hugsuðu til þeirra sem voru farnir. En hvergin gerðu menn sér dagamun?

Börn sem eru svona 12-20 ára í dag, með ættir til Fljótavíkur, og með ömmu eða afa sem fellur undir þetta……..: Þetta er tilvalið ritgerðarefni – og upplagt til að taka viðtöl og skrá niður. Um leið myndi nást miklu næmara samband við ættarhöfðingjana.

….. og svo vil ég að sjálfsögðu fá svona ritgerðir til birtingar – það bara segir sig sjálft!

Ásgeir  asgeirsson54@gmail.com

Hvort myndi reiður reiða reyð – yfir Reiðá eða Reyðá?

Í Atlatungu eru mörg drykkjarílát sem eru alveg eins – og því hafa verið alls konar útgáfur af merkingum í umferð – bandspottar í hanka eða eitthvað í þá veru. Svo datt “einhverjum” í hug að nota merkivél til að merkja hluta ílátanna með örnefnum úr Fljótavík. Úr því hafa komið skemmtilegar umræður og margir velta því fyrir sér hvar þetta eða hitt er staðsett.

Þar sem ég verð að kannast við að vera sá “einhver” sem er nefndur í málsgreininni að ofan, er mér ljúft og skylt að segja frá því að það eru ekki allir sammála um hvernig beri að skrifa heiti sem ég skrifað á eitt glasið: – –  “Reyðá” . – –

Skúli Thoroddsen sýslumaður virðist hafa skrifað Reiðará árið 1899, ef eftirritið  er rétt. Þá er áin nefnd Reiðá á kortinu sem sýnt er hér. Ég fór yfir þau gögn sem eru á flipanum “Örnefni”  hér á síðunni og út kom þessi tafla:

Gunnar  Ari Jóhann
Reyðár Reiðá Reiðá
Reyðáreyrar Reiðáreyar  
Reyðársteinn Reiðársteinn  
Reyðárholt Reiðárholt Reiðárholt
    Reiðárholtasteinn

Spurningin er því – hver er uppruni orðsins? Reyður er gamalt orð yfir bleikju – ekki satt? Var áin hvítflyssandi reið – eða einhver öskureiður þegar hann gaf ánni nafn? Eða vísar nafið til þess að þarna hafi einhver verið að reiða einhvern yfir ána?

Orðið er laust – veit einhver fyrir víst?

Ásgeir

PS: Hér er hlekkur á leit í www.snara.is – sem virkar stundum og stundum ekki – en alla vega kemur þar skýrt fram hvernig reyður var notað yfir silung hér áður fyrr……

EnglishUSA