EkkiPistill
Þegar byrjað var að gera fyrstu útgáfu þessarar heimasíðu, árið 2005, var stuðst við forrit sem heitir Microsoft Publisher. Þetta var svolítið þungt í vöfum og þurfti sérstaka leið til að uppfæra síðuna. Oft kom fyrir að eitthvað sem leit sæmilega út í tölvunni heima – dreifðist út um allan skjá þegar það var komið á netið. Síðan kom upp slæm tölvubilun sem endaði með að ekki var hægt að uppfæra síðuna – og þá féll (gamla) síðan í dvala.
Nú er öldin önnur, og hægt að velja úr forritum sem gera það sem manni finnst einfalt mál – einfalt – en ekki eins og það var að gera einfalt mál – flókið – og nú má segja að fyrst ritstjóri af öllum mönnum gat gert þetta – ja þá getur hver sem er gert svona lagað.
En þegar byrjað var á þessari útgáfu af síðunni (WordPress) þótti rétt að hafa þá gömlu í gangi líka, og var hún virkjuð undir nafninu www.old.fljotavik.is – eins og sagt var frá á sínum tíma.
Nú þykir fullreynt að nýja útgáfan eigi að geta staðið á eigin fótum – svo til að spara pláss í netheimum, hefur gömlu síðunni verið eytt. Við sem komum að því eigum nú ekki von á því að nokkur taki eftir því – en blessuð sé minning hennar.
Þegar allt kemur til alls….. var þetta eins konar … ekkipistill….
Ásgeir
Hvaðsegirðu – ekkipistill – skondið hugtak.
Það er, við fyrstu sýn, virkilega fjölnota:
Pistill sem aldrei var birtur…
Pistill með mörgum orðum engu eiginlegu innihaldi…
Pistill um eitthvað sem er eiginlega ekki neitt….
Pistillinn hefur (ímynda ég mér) byrjað sem líkræða yfir einhverju fyrirbæri sem margnefndur Ritstjóri hefur þurft að glíma við en getur nú – með góðri samvisku – borið til grafar.
Nú er pistillin orðinn Pistill – sem hefur verið birtur…
Hann er ekki með sérstaklega mörg orð, en innihaldið er heilmikið…
Þar sem augljóst er að mörg hildin hefur verið háð á þeim vettvangi sem pistillin fjallar um er augljóst að pistillinn er um eitthvað sem er miklu meira en ekki neitt…
Ég leyfi mér því að flokka þennan pistil sem EKKI-ekkipistil.
Ásgeir, takk fyrir þetta framtak sem fljotavik.is er orðið. Mikil yfilega hjá þér, eintóm ánægja fyrir okkur hin.
Takk fyrir þetta Halli