Á ríkið friðland Hornstranda?

IMG_4177Í 13.tölublaði fjórða árgangs blaðsins Vestfirðir, var á bls. 6 fjallað um hátíð eða ráðstefnu sem haldin var 12.júní 2015 í Edinborgarhúsinu á Ísafirði, til að minnast þess að 40 ár voru liðin frá stofnun friðlandsins á Hornströndum. Ef þið lásuð þetta ekki á sínum tíma, ættuð þið endilega að gera það.     (Lesið líka frásögn Matthildar Guðmundsdóttur, á bls. 8-9 í, um lífið á Látrum í Aðalvík.)

IMG_3937[1]
Mynd tekin af tölvuskjá….. ekki alveg skýr
Ekki hefur tekist að finna aðra frásögn frá nefndri ráðstefnu, og því var umrætt blað að standa sig betur en aðrir og á þakkir skildar fyrir þessa umfjöllun…….. EN……. !

Þrátt fyrir að liður á dagskrá hafi borið titilinn “Landeigandi í friðlandi” skrifaði blaðið ekki eitt orð um það erindi. Hvers vegna er það svo? Tilviljun? Hentaði það ekki málstaðnum? Er það málefni eitthvað sem ekki má tala um?

IMG_3939[1]
Mynd tekin af tölvuskjá
Það er eins og ráðstefnan hafi fyrst og fremst verið haldin til að  –  hnykkja á – leggja áherslu á –  að friðlandið hafi verið –  og verði um alla framtíð – fyrst og fremst til, svo að hægt sé að framkvæma þar rannsóknir. Nú skal mæla fugla í tonnum! Refir eru heilagar skepnur eins og kýr á Indlandi, sem ekkert má granda. Ég er ekki viss um að þeir sem hafa unnið við þessar rannsóknir, geri sér almennt grein fyrir því, að oftar en ekki hafi verið rannsakað á jörðum í einkaeign. Svo er það ferðamannaiðnaðurinn – hann virðist orðinn álíka heilagur og refurinn og skal settur ofar landeigendum við flokkun á mikilvægi.

Stór hluti friðlandsins er í þinglýstri einkaeign – og í mörgum tilfellum voru eigendur að greiða skuldir og gjöld af þessum jörðum áratugum saman eftir að allt fór í eyði, og það á sama tíma og fjölskyldurnar voru að greiða af nýjum fasteignum á nýjum stað.

Er það virkilega svo, að fjölmiðlar ætli að þegja sjónarmið landeigenda í hel?  Tískuhugtakið er þöggun. Ef það er þannig, verða landeigendur að hisja upp um sig, og koma sjónarmiðum sínum á framfæri! Ég veit að ég hljóma eins og rispuð vinylhljómplata þegar ég minni á að það styttist í að Óbyggðanefnd fjalli um svæðið.

Er það kanski þannig að allur almenningur – blaðamenn þar á meðal – líti nú þegar þannig á, að fríðlandið sé í eigu ríkisins? Það skildi þó ekki vera.

Ásgeir

PS: Ef einhvern langar að lesa eitthvað sem fljótlegt er að sofna út frá – þá er þessi texti sem vísað er í hér, vel til þess fallinn.

3 Replies to “Á ríkið friðland Hornstranda?”

  1. Eignarrétur er kanski orðinn einskis virði,ha.

  2. Þeir sem skipuðu þetta samfélag á sínum tíma eiga að eiga Friðlandið, og svo áfram; AFKOMENDUR. amen !!!

Comments are closed.

EnglishUSA