Nú ætla ég að skrifa smá skilaboð. Í raun er ég að prófa hvort ég geti það.
Eins og þið vitið, þá skrifaði ég skilaboð á Facebooksíðunni um að síðan væri niðri – biluð – og að verið væri að vinna í þessu. Nú kemur í ljós, að þetta var bara hálfsannleikur. Öll veöldin nema akkúrat þær tölvur sem voru tengdar við við eitt ákveðið hús – mitt – gátu séð síðuna. Bara ekki við hér heima.
Þetta hljómar ótrúlega, en er eiginlega alveg dagsatt – með 10 fingur upp til Guðs – og alles….
En – ef þetta endar sem blogg, og það er svo sem ekki víst enn, þá er ákveðinn tæknimaður hjá Snerpu á Ísafirði búinn að koma mér í rétta átt, og málið er þannig að leysast. Takk Snerpa.
En, nú læt ég reyna á þetta….. tekst þetta….. ? 🙁 😯
Já – það tókst – jibbí