Stjórnunar- og verndaráætlun Umhverfisstofnunar

Umhverfisstofnun hefur gefið út “Stjórnunar- og verndaráætlun”  vegna Friðlandsins á Hornströndum. Þetta er mikið plagg, sem telur 50 blaðsíður.

Nú getur ritsjóri upplýst, að hann sendi inn eina litla athugasemd við drögin, þar sem hann gagnrýndi að bannað væri að fara með “dróna” í friðlandið.  Drónar eru orðnir svo litlir að þeir trufla ekki meira en máfar, hrafnar, kollur, kjóar – jafnvel hrossagaukar – að ekki sé talað um þotur í farflugshæð, án þess að talin sé ástæða til að amast við þeim “hávaða”.

Reyndar sýnist ritstjóra að orðalag í því sem verið var að gefa út, hafi verið mildað örlítið – en eftir stendur að það er augljóst að ekki verður ráðið við það um alla framtíða að unglingar jafnt sem fullorðnir munu fara með þessi tæki í friðlandið…. og mín gagnrýni gekk í raun út á það að það ætti ekki að gera reglur um eitthvað sem augljóslega verður ekki farið eftir.

Tekið skal fram, að aldrei fékk ég staðfestingu á að skrif mín hefðu verið móttekin hjá Umhverfisstofnun – hvað þá að einhver hefði svo mikið sem litið á þau. Mér finnst það ´ut að fyrir sig vera svolítið í andstöðu við góða stjórnunarhætti ríkisstofnunar.

En – nú er þetta komið út – og hefjið nú lesturinn – veljið hlekkin í næstu línu

“Stjórnunar- og verndaráætlun”  vegna Friðlandsins á Hornströndum í Ísafjarðarbæ

EnglishUSA