Bæklingur KGJ um skip sem hafa borið nafn Júlíusar Geirmundssonar

Kristján G Jóhannsson, sonarsonur Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem bjuggu um 40 ára skeið á Atlastöðum í Fljóti, gaf nýlega út bækling um þau fjögur skip sem borið hafa nafn afa hans.

Bæklinginn gefur Kristján út í tilefni þess að 2. mars 2017 voru rétt 50 ár liðin frá því að fyrsta skipið sem bar nafnið “Júlíus Geirmundsson” kom til Ísafjarðar.  Um þetta er einnig fjallað í frétt á féttavef Bæjarins Besta á Ísafirði, og fer vel á því að fyrir fréttinni er skrifaður annar afkomandi Júlíusar og Guðrúnar. 

Öll þessi fjögur skip hafa verið smíðuð sem nýsmíði fyrir útgerðina Gunnvöru.

Nafn fyrirtækisins er dregið af  samnefndum báti sem strandaði í Fljótavík árið 1949.  Kristján hefur einnig skrifað þá sögu hér á síðunni.

Búið er að tengja þennan nýja bækling neðst inn í þá síðu þar sem æviferill Júlíusar og Guðrúnar er reifaður hér á síðunni. 

Allir ábúendalistar komnir á síðuna

Nú eiga listarnir um ábúð jarðanna í Fljótavík að vera komnir í lag. Eins og þið sjáið er ég þó að reyna að finna einhverjar viðbótarupplýsingar sem fróðlegt væri að bæta við. Ég set tengingar í aðra vefi eða skrifa einhvern texta.

Hitt er svo annað mál – að ég er ekki að fullu búinn með þessa lista – í þeirri meiningu að ég er ekki búinn að fullskoða það hvort ég finni eitthvað á netinu til að tengja við nöfnin…

….og eins….

…. þarf ég að fara yfir þær tengingar sem eru komnar og skoða það hvort ég geri ekki síðu um viðkomandi ábúendur undir flipanum Fólk – og þar með yrði tengin á ábúðarlistanum sett yfir á Fólk-síðuna. Virkar flókið ….. og er það að einhverju leiti barar líka.

áá

 

EnglishUSA