2.jan 2015

Nú árið 2014 er liðið í aldanna skaut

Þá eru áramótin liðin og styttist í þrettándann. Áramót eru viðmið í mörgu – árið sem var að líða er gert upp. Hvað mig varðar – ritstjórann – er nærtækt að líta yfir vegferð heimasíðunnar.

Ég held að ég geti ekki verið annað en ánægður með flest sem mér hefur orðið ágengt með. Upplýsingum hefur fjölgað á síðunni, ég er loksins kominn í gang með að koma myndum inn, og ég reyni að vera bjartsýnn á að fá meiri umræður í gang. Eigum við ekki að halda okkur við orðatiltækið “góðir hlutir gerast hægt” ?

Á móti kemur að Continue reading “2.jan 2015”

Bárubær – foktjón

Aðfaranótt 28.desember 2014 skrifaði Vernharð Guðnason stutt skilaboð inn á Fljótavík á FB þar sem hann lætur vita um töluvert foktjón á sumarhúsinu Bárubæ, sem er í byggingu. Hann skrifar um endalausa óveðurshvelli sem keyrt hafa yfir með gríðarlegum vindstyrk, með þessum afleiðingum.

Bárubær, Fljótavík
Bárubær, Fljótavík, ágústlok 2014

Þetta eru hræðilegar fréttir, sem vekja margar spurningar. Það hlýtur að vera þannig Continue reading “Bárubær – foktjón”

Föstdagspistill: 4.apríl 2014

Það vorar – eða í það minnsta – það hlýtur að fara að koma vor!  Fyrir tveimur árum held ég – var flogið í vinnuferð til Fljótavíkur í febrúarmánuði…. og þá var nú bara allt autt á jafnsléttu….. en nú er kominn apríl, og þó öldin sé sú sama og þá … ja – þá er öldin önnur – eða þannig!

Í þessari viku birti ég tvær síður – og nú eru það Vennarnir:

1)    Lífsferill Vernharðs Jósefssonar og Maríu Friðriksdóttur á internetinu. Vernharð fæddist að Atlastöðum, og bjó sem bóndi bæði í Tungu og Skjaldabreiðu í Fljótavík, auk þess að vinna á uppvaxtarárum sínum á Atlastöðum.

2)     Birti bréf Vernharðs til Sölva Betúelssonar þar sem hann fór fram á að leigja hálfa Tungu til heyskapar.  Bréfið lætur lítið yfir sér, en eins og þeir sem þekktu til Vernharðs vita, þá bjó hann sem bóndi í raun allt sitt æviskeið því hann hélt skepnur í Hnífsdal alla tíð, og lagði mikla áherslu á að gera það vel.

EnglishUSA