Nýtt á síðunni dagana 8. til 14. mars 2014

Nú er frásögn Kjartans T Ólafssonar um flutning á sjúklingi úr Fljóti árið 1941 kominn inn á síðuna, undir flipanum “Sögur og óflokkað“, og reyndar líka við ártalið á “TÍmalínunni” .

Þá hefur (aftur) eitthvað bættst við á síðuna Bústaðir > Skýlið

Einnig er komin síða undir Fólk >  Brynhildur Snædal Jósefsdóttir og Ólafur Friðbjörnsson en þau bjuggu í Tungu 

Annars hef ég verið eigingjarn síðastliðna viku og farið með mest af lausum tíma í að byrja að skrifa handbók fyrir okkur í Atlatungu – svona til að styðjast við í framtíðinni. Þið sjáið aðalsíðu “Gæðahandbókarinnar”  undir:

Bústaðir > Atlatunga >  @ Efnisyfirlit gæðahandbókar, ……… 

en ef allt virkar eins og það á að gera, þá komist þið ekki lengra nema með því að þekkja lykilorð sem opnar þá þessar síður. Þetta með lykilorðið sýnir ykkur þá líka hvernig hægt væri að fara að hjá öðrum sumarbústöðum, en það kann þó að vera ókostur að ég yrði að þekkja aðgansorðið  – en á móti myndi ég heita trúnaði.

Að lokum – og það bara segir sig sjálft –  að @-merkið – sem á ensku er lesið “at” er að sjálfsögðu fundið upp sem skammstöfun fyrir Atlatungu !

 

Fólk

Ég hef áður varpað þessari spurningu fram: Hvað ætli að það séu til margar myndir af fjallinu Tunguhorni í Fljótavík? Þorir einhver að giska?  Þúsund? Tíu þúsund? Tugir þúsunda…….?

Þá kemur önnur spurning. Hvað ætli að það séu til margar myndir af Margréti Katrínu Guðnadóttur (eldri) eða Guðrúnu Jónsdóttur, frá þeim tímum sem þær lifðu í Fljótavík? Vafalaust fleiri af Guðrúnu,  enda dó Margrét Katrín mun fyrr, – en myndirnar eru ekki margar – skiljanlega, þar sem myndavélar voru ekki efst á innkaupalistum íbúa Fljótavíkur, þó þær hafi verið komnar til sögunnar.

Það fennir í sporin eftir gengið fólk – en Tunguhornið er þarna enn – kanski aðeins gróðursælla og kanski hafa einhverjir steinar og skriður fallið – en stórt séð eins og t.d. 1906 eða bara frá landnámi.

Þegar ég tók upp á því að leita upplýsinga á internetinu um þá sem Sléttuhreppsbókin segir hafa verið ábúendur í Fljótavík, áttaði ég mig á því, að kanski eru þær upplýsingar sem ég fann og sýni, aðeins brot af því sem má finna á vefnum. Í einhverjum tilfellum þurfti ég að velja og hafna og ákveða hvað ég tengdi í ábúendalistann.

Út frá því kemur sú hugsun, að prufa að búa til flipa á aðalsíðu síðunnar, sem t.d. gæti heitið “Fólk” , og safna því sem ég finn inn á síður með nöfnum fólksins.  Svona síður yrðu kanski ekki sérstaklega spennandi útlitslega séð, en væru samt liður í því að standa við upphaflaga hugsun við gerð síðunnar:

…….Það er mikilvægara að safna upplýsingum um liðna tíð en að hugsa svo mikið um útlit síðunnar…..

… því þegar allt kemur til alls, þá er til fullt af myndum af Tunguhorninu.

Ásgeir

PS : Til að byrja með gætu svona síður litið út svona: Júlíus Geirmundsson.

Eins og með allt sem tengist þessari síðu, fer ég fram á hjálp við að safna upplýsingum – ábendingum – villuleit – hugmyndum… o.s.frv., o.s.frv…. o.s.frv…..

————————————

PS 2: Þessi klausa hér að ofan, er mikið til sami texti og sést nú á aðalsíðunni “Fólk” . Ég leyfi þessu að standa svona – því þessi texti færist smám saman neðar þegar eitthvað bætist fyrir ofan – en hinn textinn undir aðalsíðunni “Fólk” verður þar

 

EnglishUSA