Að halda í sögurnar ……..

Ríkisútvarpið, sjónvarp – sendi þáttinn Ferðastiklur að kvöldi 7.mars 2019. Margt skemmtilegt og fróðlegt kom fram, og fyrir mig var athyglisvert að sjá hversu mikið af myndum tengdust Krossadal, Nautadal og klettabeltinu þar fyrir ofan – því sem við köllum Krossar.

Gaman er að sjá hversu mikil viðbrögð þátturinn hefur fengið á hinum ýmsu miðlum, eins og Facebook. Mikið af viðbröðgunum tengjast “heimamönnum” og fólki sem hefur tengsl við þá.

En, við sem komum í Fljót, fengum líka að sjá, hversu miklu skiptir fyrir ferðamenn að hitta á gott veður og gott skyggni. Sumir ganga um Hornstrandir og sjá aldrei annað en sól – og þá er lífið dásamlegt. Svo er það hin hliðin, – þoka og kalsaveður og þá er ekki alveg eins gaman að ganga þarna um.

Mörg orðatiltæki sem tengjast veðri hafa orðið til í Fljóti. Lognhraði, sem dæmi. Annað er ” alltaf sól í Tungu”. Grófdropa þoka – ef maður vill ekki kannast við rigningu. Heiðskírt – ef sést í bláan díl á himni. Tengdamóðir ritsjóra hefur sem reglu að ekki megi taka af henni mynd ef úlpan er rennd – hún vill alltaf renna niður áður. Allt vísar þetta í sömu átt …… við viljum vinna á móti þeim orðrómi að þarna sé ekki alltaf gott veður.

Þessi heimasíða hefur það að markmiði að safna upplýsingum og sögum sem tengjast Fljóti, og því var gaman að heyra sagðar sögur, sem að einhverju leiti hafa verið skráðar og finnast hér á vefnum.

Í því sambandi skal rifja eftirfarandi upp:

Stjórnunar- og verndaráætlun: – Túlkist eftir þörfum ?

Við lestur neðanritaðrar fréttar, situr maður eftir og veltir fyrir sér: 

Á að túlka reglurnar að eigin vild? Eða bara eftir þörfum?

Situr einhver við skrifborð í Umhverfisstofnun um helgar – til þess að svara spurningum um það hvort landeigandi megi nú gera þetta eða hitt.

Halda “sérfræðingar” fyrir sunnan, að landeigendur vilji fara á jarðir sínar í þeim tilgangi að ganga þar illa um ?

 

Reglur um hópastærðir eiga aðeins við þegar gengið er milli svæða

EnglishUSA