Telur Umhverfisstofnun að ríkið eigi jarðirnar á Hornströndum?
„Stjórnunar- og verndaráætlun“ Umhverfisstofnunar vegna friðlandsins á Hornströndum var birt 15.febrúar 2019, og er ætlað að gilda fyrir 10 ára tímabil – eða frá upphafi árs 2019 til loka árs 2028. Áætlunin er upp á 50 blaðsíður, og tekur á mörgum málum. Á blaðsíðu 8 er listi yfir þá sem skipuðu samstarfshópinn sem vann að stefnumótuninni, og má telja að „heimamenn“………….. Continue reading “Telur Umhverfisstofnun að ríkið eigi jarðirnar á Hornströndum?”
Stjórnunar- og verndaráætlun Umhverfisstofnunar
Umhverfisstofnun hefur gefið út “Stjórnunar- og verndaráætlun” vegna Friðlandsins á Hornströndum. Þetta er mikið plagg, sem telur 50 blaðsíður. Continue reading “Stjórnunar- og verndaráætlun Umhverfisstofnunar”
Myndir Jóns M Gunnarssonar – um ísbjörninn
Ég var aðeins of fljótur á mér með að láta vita að allt sem sneri að myndasýningum væri komið í lag . Þegar eitt komst í lag – hrundi annað. En aftur var það Sturla hjá Snerpu sem leysti málið……. tímabundið í hið minnsta.
En nú er næsta myndasafn komið í lag …. Continue reading “Myndir Jóns M Gunnarssonar – um ísbjörninn”
Vonum það besta !
Veðurútlitið er nú ekki allt of gott þessa tímana.
Ekki nóg með að það sé hlýtt á norðanverðum Vestfjörðum, sem telst ekki gott fyrir skíðaáhugafólk – þá er verið að spá miklum meðalvindi, með vindkviðum sem skaga upp í 40 metra á sekúndu – og það er nálægt 150 kílómetrum á klukkustund.
Um tíma kemur vindurinn frá suðvestri, sem þýðir að hann kemur beint undir skyggni nokkurra bústaða Atlastaðamegin í Fljóti.
Við krossum fingur.
Landakort á samfélagsmiðlum
Samfélagsmiðlar
Ritsjóri hefur áður rætt það hvort síða eins og þessi, eigi rétt á sér, nú þegar allir þessir samfélagsmiðlar eru orðnir svona margir og mikið notaðir. Þó það sé auðvelt að ná til fjöldans með þeim, geyma þeir ekki flokkaðar upplýsingar, með auðveldu aðgengi síðar meir. Sumir gera meira að segja út á að skilaboð sem sett eru inn, hverfi eftir skamman tíma – eða strax eftir lestur.
Flestir samfélagsmiðlar bjóða möguleika á að skoða landakort, á einhverju formi. Facebook getur til að mynda, sýnt hvar fyrirtæki eða einstaklingar eru til húsa – og þá er auðvelt að skoða næsta nágrenni.
Það kemur svolítið á óvart – e.t.v. vegna þess að maður hefur ekki pælt svo mikið í því – að komast að því að það getur verið mikill munur á því hvernig kortin eru.
Ritstjóri var að fá ábendingu um að ef kort yfir Fljótavík er skoðað á Snapchat, sést svo sem ekki margt, við fyrstu sýn, en ef “farið er nær” birtast punktalínur sem sýna gönguslóða og meira að segja sést algengasta vaðslóð milli Tungulands og Langaness. Sumarhúsin Atlastaðamegin eru merkt með nafni.
Forvitnilegt væri að komast að því, hvernig þessar merkingar hafa komið til. Er einhver “okkar” sem getur upplýst um það ?