Samfélagið – um friðland Hornstranda

Drögin ….

Eins og áður hefur komið fram, hefur nefnd á vegum Umhverfisstofnunar birt 43 blaðsíðna  „Drög að nýrri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir friðlandið á Hornströndum“. Farið er fram á að athugasemdum sé skilað eigi síðar en 17.júlí 2018.

Eftir að drögin hafa verið endurskoðuð út frá athugasemdum, verða þau væntanlega samþykkt þannig að öllum sem koma í friðlandið – og vel að merkja innan kílómeters fjarlægðar frá landi – ber að fara eftir þeim, á meðan þau eru í gildi.

Það er mikilvægt að hagsmunaraðilar lesi drögin og komi með athugasemdir, ef einhverjar eru.

Samfélagið …

„Samfélagið“ , útvarpsþáttur í Ríkisútvarpinu, birti viðtal við Kristínu Ósk Jónasdóttur, landvörð í friðlandi Hornstranda, þann 18.júní 2018, þar sem farið er yfir drögin.  Framtakið er þakkarvert, og skal bent á að hlusta á viðtalið, sem opnast með því að velja þennan hlekk. Viðtalið hefst við tímann 02:40 og lýkur við 22:15 og   verður aðgengilegt til og með 16.september 2018.

Gleðilegt sumar

Jæja – nú er sennilega kominn tími til að “skrifa eitthvað! Gleðileg jól hefur staðið þarna síðan  –  jú , einmitt –  fyrir jól. Það kom ekki einu sinni “Gleðilega páska” – eða “Gleðilegt sumar”.

Ritstjórinn er haldinn ritstíflu.

En – það þýðir ekki endilega að þið hin þurfið að vera með ritstíflu – HA?

Ég væri afar þakklátur ef þið mynduð senda mér eitthvað til að moða úr. Hvað gerðist merkilegt í Fljóti á síðasta ári svona til að skrá á Tímalínuna – og reyndar er ekkert skráð í Tímalínu frá árinu 2016 heldur.

Ég er kominn með nýtt netfang: asgeirsson54@gmail.com . Það netfang er líka tengt við Dropboxið – ef einhver vildi senda mér helling af myndum til birtingar.

Ásgeir

 

 

 

Hornstrandir.is

Þessi heimasíða – www.fljotavik.is – var stofnuð fyrir margt löngu. Í fyrstu var hún gerð af mikilli vankunnáttu af minni hálfu, og það má segja að allt hafi, svona útlitslega,  farið niður á við í langan tíma eftir að ég hóf að setja eitthvað inn á síðuna. Hún leit vel út í fyrstu, eins og Ingólfur Gauti Arnarsson setti hana upp.

Margar aðrar heimasíður, hafa farið í gegn um lík niðursveifluferli, eða hreinlega verið óbreyttar árum saman, og þar af leiðandi líta út fyrir að vera – einmitt – “gamlar”.

Þessi síða fór loks yfir í nýtt og þægilegra vefumhverfi, fyrir 3-4 árum, og trúið mér þegar ég segi að það er mikill munur á, hversu auðveldara það er að nú uppfæra síðuna eða gera breytingar.

Svo eru það efnistökin? Ja – það er eitthvað annað. Þeir sem Continue reading “Hornstrandir.is”

Ný flugvél í flugflotann

Um síðustu helgi, lögðu tveir fljótvíkingar upp í ferjuflug, þegar þeir ferjuðu nýja flugvél frá Rotterdam í Hollandi og til Reykjavíkur. Þetta voru Eddi í Tungu og Ási á Lækjabrekku.

Skemmst er frá að segja að flugið, sem dreifðist á þrjá daga, tókst óhappalaust og farsællega.

Um er að ræða fjögurra sæta flugvél. Tegundin er Glasair Sportsman, og ber hún einkennisstafina PH-JAJ.

Um leið og ritstjóri gerist svo djarfur að telja þessa vél með í “Flugvélaflota Fljótavíkur”, óskar hann þeim sem eiga vélina til hamingju og með fylgir ósk um farsæld alla tíð.

Ásgeir

Bæklingur KGJ um skip sem hafa borið nafn Júlíusar Geirmundssonar

Kristján G Jóhannsson, sonarsonur Júlíusar Geirmundssonar og Guðrúnar Jónsdóttur sem bjuggu um 40 ára skeið á Atlastöðum í Fljóti, gaf nýlega út bækling um þau fjögur skip sem borið hafa nafn afa hans.

Bæklinginn gefur Kristján út í tilefni þess að 2. mars 2017 voru rétt 50 ár liðin frá því að fyrsta skipið sem bar nafnið “Júlíus Geirmundsson” kom til Ísafjarðar.  Um þetta er einnig fjallað í frétt á féttavef Bæjarins Besta á Ísafirði, og fer vel á því að fyrir fréttinni er skrifaður annar afkomandi Júlíusar og Guðrúnar. 

Öll þessi fjögur skip hafa verið smíðuð sem nýsmíði fyrir útgerðina Gunnvöru.

Nafn fyrirtækisins er dregið af  samnefndum báti sem strandaði í Fljótavík árið 1949.  Kristján hefur einnig skrifað þá sögu hér á síðunni.

Búið er að tengja þennan nýja bækling neðst inn í þá síðu þar sem æviferill Júlíusar og Guðrúnar er reifaður hér á síðunni. 

Að skjóta sig í löppina … eða standa ekki við það sem ég segi …..

Ég birti blogg laust eftir síðastliðið miðnætti. Á undanförnum mánuðum hef ég reynt að vinna mér í haginn, og punkta eitthvað hjá mér sem ég vinn svo áfram – eða kasta.

Það er því andstætt öllu sem ég hef verið að gera, að ég hendi nú einhverju aftur í loftið – nokkrum klukkutímum eftir síðasta blogg. Ég gæti með nokkrum rétti sagt að ég væri að ganga þvert á það sem ég hef verið að segja þegar ég stefni á að hafa 14 daga á milli blogga, og því má líka segja að ég sé að skjóta mig í löppina.

Það þetta aukablogg kemur til af góðu,  því hér í morgun birtist nokkura daga gamalt myndband af flugi yfir – en þó því miður- framhjá – “okkar” svæði

En – þar sem nú hefur verið  hæðarsvæði og stilla hér við land, geri ég ráð fyrir að einhverjir þeirra sem hafa yfir flugvélum að ráða og hugsa sérstaklega til Fljótavíkur, séu farnir að ókyrrast.

Því vil ég minna flugmenn á, að þessi síða er með sérstakan áhuga á að fylgjast með breytingum á sjálfum óskjaftinum …… svo – sjáið nú aumur á okkur og smellið a.m.k. einni mynd af honum….. og sendið að sjálfsögðu til mín.

Ásgeir

EnglishUSA