Myndir frá árinu 1969 og fyrr

Fljótavík, Júlíusarhús fjær, Jósefshús nær, Kögur í baksýn,

Síðastliðinn vetur hafa nokkur myndasöfn orðið fyrir skakkaföllum. Sum hafa þó alveg sloppið, en eitt frá árinu 1957 glataðist alveg. Það er þó verið að vinna í  því að endurbyggja það.

En – ég ætla að minna á safn “mynda frá 1969 og fyrr” – þar sem eru saman komnar myndir úr mörgum áttum en sem uppfylla skilyrðið um að vera frá árinu 1969 eða fyrr.

Safnið frá 1957 – er sjálfstætt – stendur eitt og sér. Það er væntanlegt.

En – skoðið nú þetta – og athugið svo hvort þið eigið myndir í ykkar fórum sem mættu fljóta þarna með. Í dag er lítið mál að taka mynd beint úr albúmi og senda á netfangið eða Dropboxið með netfangið: asgeirsson54@gmail.com

Hér er svo albúmið 

 ➡    Leiðbeiningar

Ættli? Ætli ? ….. Atli !

Jamm. 

Á morgun, segir sá lati. Einu sinni á ári, greiði ég smávægilega upphæð fyrir að halda úti myndasíðu til hliðar við myndirnar sem eru á þessari síðu. Þessi síða hefur verið þarna frá árinu 2003, eða þar um bil. 

Tunga í Fljóti. Íbúðarhús og skemma Verharðs. Myndin er upphaflega stærri – sést meira af Tunguhorni og hlaðinu, en hér hefur það verið skorið í burtu.

Þegar undanfari þessarar heimasíðu sem þú ert nú að kíkja á, fór í loftið, var ekki hægt að sýna myndasöfn þar. Bara eina og eina mynd.

Þess vegna var Continue reading “Ættli? Ætli ? ….. Atli !”

Myndir frá Edda í Tungu, teknar í maí 2016

Eins og ég hef áður bent á, er eðli stjórnmálamanna að taka stefnumarkandi ákvarðanir og halda fast við þær alveg fram í rauðan dauðan, uns fokið er í flest eða öll skjól.

Þá taka þeir nýja ákvörðun – stefnumarkandi – og halda fast við hana fram í rauðan dauðan, …. og taka þá nýja ákvörðun…… o.s.frv.

Ég er svolítið þannig núna. Ég hef reynt að halda mig við að birta eitthvað annan hvern föstudag, en er nú með flest “niðri um mig” hvað það varðar.

Ég birti því, með góðri samvisku, myndir sem Eddi Finns sendi síðunni. Þær eru teknar í maí 2016 og sýna að mestu framkvæmdir við að koma Bæjaránni aftur í sinn rétta farveg.

Eins og “allir vita”, þá eru myndasíðurnar undir flipanum “Myndir” á forsíðu heimasíðunnar, og best væri að allir myndu nú venja sig á að fara þá leið til að skoða myndirnar, en annars má “klikka” á þessa línu……. 

Myndir úr flugi yfir Fljótavík og byggðina í Fljóti, í mars 2017

Laugardaginn 4.mars 2017 flaug Ásmundur Guðnason á flugvél sinni TF-DVD yfir stóran hluta Sléttuhrepps. Með í för voru faðir hans , Guðni Ásmundsson og Hálfdán Ingólfsson .

Ásmundur tók mikinn fjölda af myndum .

Hér skal vísað á rúmlega 80 myndir sem hann tók frá flugi um Fljótavíkog þá verður þetta ekki lengra í bili.

 

 

EnglishUSA