Undanfarið hef ég kallað þessi skrif: “Föstudagspistil” , og svo hefur dagsetning dagsins komið á eftir. Þó ég hafi verið með síður í vinslu þessa vikuna, ætla ég ekki að uppfæra neinar nú – en birta þess í stað neðanritað “blogg” – svona til að reyna að íta við fólki.
Réttari yfirskrift gæti verið:
Hvað er Óbyggðanefnd að gera – ert þú að fylgjast með?
Lög segja að í þinglýsingarskjali landareignar í dreifðri eignaraðild, skuli vera getið um fyrirsvarsmann. Til að leggja frekari áherslu á það – er ekki lengur hægt að breyta þinglýsingarskjali þar sem þetta á við, nema nafn fyrirsvarsmanns sé komið á skjalið. Með dreifðri eignaraðild, er í lögunum átt við það ef eigendur eru fjórir eða fleiri, og því á þetta við um Atlastaði og Skjaldabreiðu.
Fyrir nokkrum árum ritaði Sýslumaðurinn á Ísafirði bréf um málið og gekk Hörður Ingólfsson í það að koma þessu í lag. Niðurstaðan varð að Atli Ingvarsson er skráður fyrirsvarsmaður fyrir Atlastaðalandi, en hvað Glúmsstaði og Tungu varðar – er málið einfalt því það er einn eigandi. Mér er ekki kunnugt um hvort fyrirsvarsmaður sé skráður á þinglýsingarskjal Skjaldabreiðulands.
Samkvæmt heimasíðu Óbyggðanefndar, er búið að úrskurða um flest svæði landsins – Snæfellsnes og að Gilsfjarðarbotni verða næst tekið til umfjöllunar – og þar á eftir, sem næst síðasta svæði landsins verða Vestfirðir teknir fyrir í heild sinni. Það styttist því hratt í þetta – og eins og ég hef áður gefið í skyn – verða landeigendur að vera tilbúnir til að gefa álit, sem ein heild með stuttum fyrirvara þegar að því kemur – og það þarf því að vera á hreinu – hverjir eru landeigendur, því aðeins verður hlustað á þá.
Ég hef heyrt orðróm um að þegar komi að Hornstrandarfriðlandi, muni ríkið gera kröfu um að eignast allt svæðið í heild sinni, meðal annars á þeim forsendum að þarna hafi engin landnýting átt sér stað í marga áratugi. Vonandi er þetta bara orðrómur…..
Ég á enga aðkomu að eignarhlut í Fljótavík, og í mínum huga erfast hlutir eftir blóðböndum. Reyndar má vera að einfaldast sé að gleyma því hver á hvaða hlut – og líta á Fljótavík sem almenningseign……….. eða hvað…… ?
Nei – ég held nú að rétt sé að þið sem eigið land – eða bara líklegan erfðarétt að landinu í Fljótavík, ættuð að reyna að halda í það – og því vil ég enn og aftur hvetja til þess að þinglýsingarskjali hverrar jarðar fyrir sig verði komið í lag eins fljótt og auðið er. Þið sem yngri eruð ættuð að spyrjast fyrir um þetta hjá þeim sem eldri eru….
Eins og alltaf – þá er orðið laust, og umræður og þá eitthvað sem kemur mér á réttari leið ef ég veð í villu – vel þegið. Veljið “Leve a reply” – lengst til vinstri undir yfirskriftinni – og þá opnast gluggi sem þið notið til að skrifa það sem þið viljið segja – og síðan þegar þið eruð tilbúin til að birta umsögnina, þurfið þið að “reikna” smá dæmi til þess að sanna að þið séuð ekki einhver leitartölva úti í heimi – sem er að reyna að koma skilaboðum inn á síðuna….. nokkuð sem er reynt oft á dag..
Ásgeir
Like this:
Like Loading...