26.des. 2014

 Úrskurður Óbyggðanefndar um

Húnaþing vestra

 

<1969-3

 

 

Síðasta pistil birti ég föstudaginn 19.des. 2014. Seinna þann dag komu fréttir um að Óbyggðanefnd hefði fellt úrskurð varðandi kröfur Fjármálaráðherra vegna þjóðlenda í Vestur Húnavatnssýslu. Fyrir þá sem vantar eitthvað að lesa svona á milli jóla og nýjárs skal bent á þennan lestur, þetta eru litlar 93 A4 blaðsíður

Það er ýmislegt merkilegt sem þarna kemur fram, en ég vel að láta ykkur eftir að skoða hvað aðrir eru að segja um málið.  En það er augljóst að það borgar sig greinilega að vera vel undirbúinn þegar að þessu kemur með vestfirði – og því skal bent á þetta.

 

Vefsíðan huni.is mbl.is
ruv.is feykir.is
 Úrskurður Óbyggðanefndar um Vestur-Húnavatnssýslu  
   

6 Replies to “26.des. 2014”

  1. Jæja – nú er ég búinn að gefa það upp á bátinn – í bili að minnsta kosti – að reyna að tjónka meira við þetta athugasemdakerfi sem ég reyndi. Ég endaði með þvi að taka Copy/Paste af því sem var komið og setti það svo fyrir neðan bloggið 12.des: Nýtt umræðuform. Nú er það spurningin hvort þetta sé ekki bara ennþá verra……

  2. Í gamla daga – þegar ég var að fikta við forritun í gagnagrunnsforriti sem hét dBaseIII – gerðist það oft – reyndar oftast – þegar ég breytti einhverju til að koma því í lag – þá klikkaði eitthvað annað í staðinn. Mér líður svolítið þannig nú.

    1. Hér er ég að tékka hvort það að velja Reply undir athugasemd – raði athugasemd sem þar er skrifuð – ekki alveg örugglega á réttan stað

      1. Það virðist meira að segja vera hægt að skrá fleiri athugasemdir undir athugasemd sem fyrst er gerð – eða gera athugasemd við athugasemd – eins og ég geri hér – og þá fer glugginn enn lengra til hægri

  3. Til þess að láta Facebook skráninguna virka – varð ég að gera annað smáforrit óvirkt – og það leiðir til þess að það verður auðveldara að skrá ruslpóst á venjulega umræðuformið sem er enn þarna á bakvið…….. jæja – tek sénsinn og læt þetta vera svona aðeins lengur …..

  4. Það er hægt að skrifa inn í svarta kassann – en ekki hægt að vista það nema að velja einn af þeim fjórum félagsmiðlamöguleikum sem eru hér til hægri að neðan (í flestum tilfellum er það þá Facebook) – EÐA skrá netfangið sitt og nafn hér fyrir neðan

Comments are closed.

EnglishUSA