Byggðin í Fljóti

 

Willy's jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.
Willy’s jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljóti, um árabil.

 

Haustið 1995 skrifaði Kjartan T Ólafsson, frásögn af því þegar farið var með rúmliggjandi fárveika konu frá Fljóti um hávetur, til móts við bát sem beið við Hesteyri.  Nefnda frásögn má lesa hér.

 

Kjartan hefur skrifað greinar og sögur sem margar tengjast Sléttuhreppi. Hann sendi ritsjóra ofannefnda frásögn á miðju ári 2006 og var hún birt á heimasíðunni þá um haustið. Seinna, sendi Kjartan smá viðbót Continue reading “Byggðin í Fljóti”

13.feb. 2015 : Aftur um Reyðá eða Reiðá

Einhvern rekur kanski minni til, að ég skrifaði á sínum tíma, pistil undir yfirskriftinni:

Hvort myndi reiður reiða reyð yfir Reiðá eða Reyðá

Ef þið veljið stóra textann, dúkkar sá pistill upp, frá október 2013. Eins og oftast er, fékk ég rýra umræðu um málið. En nú er búið að bera þetta undir sérfræðing og með hans samþykki, birti ég hér skrif Hallgríms  J Ámundasonar hjá Árnastofnun :

“Samkvæmt heimildum er ýmist skrifað Reiðá eða Reiðará og ýmist með -i- eða -y-. Örnefnaskrár úr Fljótavík hafa flestar Reiðá. Landamerkjalýsing Atlastaða hefur Reiðará. Kort Landmælinga Íslands hafa Reiðá Continue reading “13.feb. 2015 : Aftur um Reyðá eða Reiðá”

Örnefni – tengd við myndir

Þó ég sé að þrjóskast við að færa gömlu heimasíðuna yfir á þessa, er ég nú ekki skærasta ljósaperan þegar kemur að vinnu við heimasíður – hvað þá við hin ýmsu myndvinnsluforrit.

Fyrir mörgum árum, bentu Eddi og Erna í Tungu mér á það hvernig nöfn eru skráð inn á ljósmyndir sem sjá má hér: http://www.bjargtangar.net/Pages/ornefni.html . Hægt er að fara inn á hverja mynd fyrir sig og stækka hana og þá sést hvað ég er að tala um.

Ég hef verið að gera tilraunir með þetta – en er ekki nógu vel að að mér, hvort sem er í þeim forritum sem eru líkleg til að gera þetta á auðveldan hátt – eða – í mörgum tilfellum ekki heldur alveg með á hreinu hvert píla ætti að benda þegar um sum örnefnin er að ræða.

Ég lýsi því eftir ábendinum um það hvernig skynsamlegast væri að vinna verkið – og ekki síður eftir einhverjum til að taka þetta að sér eða í hið minnsta til að vinna verkið með mér í einhverju teymi.

Ásgeir

 

Hvort myndi reiður reiða reyð – yfir Reiðá eða Reyðá?

Í Atlatungu eru mörg drykkjarílát sem eru alveg eins – og því hafa verið alls konar útgáfur af merkingum í umferð – bandspottar í hanka eða eitthvað í þá veru. Svo datt “einhverjum” í hug að nota merkivél til að merkja hluta ílátanna með örnefnum úr Fljótavík. Úr því hafa komið skemmtilegar umræður og margir velta því fyrir sér hvar þetta eða hitt er staðsett.

Þar sem ég verð að kannast við að vera sá “einhver” sem er nefndur í málsgreininni að ofan, er mér ljúft og skylt að segja frá því að það eru ekki allir sammála um hvernig beri að skrifa heiti sem ég skrifað á eitt glasið: – –  “Reyðá” . – –

Skúli Thoroddsen sýslumaður virðist hafa skrifað Reiðará árið 1899, ef eftirritið  er rétt. Þá er áin nefnd Reiðá á kortinu sem sýnt er hér. Ég fór yfir þau gögn sem eru á flipanum “Örnefni”  hér á síðunni og út kom þessi tafla:

Gunnar  Ari Jóhann
Reyðár Reiðá Reiðá
Reyðáreyrar Reiðáreyar  
Reyðársteinn Reiðársteinn  
Reyðárholt Reiðárholt Reiðárholt
    Reiðárholtasteinn

Spurningin er því – hver er uppruni orðsins? Reyður er gamalt orð yfir bleikju – ekki satt? Var áin hvítflyssandi reið – eða einhver öskureiður þegar hann gaf ánni nafn? Eða vísar nafið til þess að þarna hafi einhver verið að reiða einhvern yfir ána?

Orðið er laust – veit einhver fyrir víst?

Ásgeir

PS: Hér er hlekkur á leit í www.snara.is – sem virkar stundum og stundum ekki – en alla vega kemur þar skýrt fram hvernig reyður var notað yfir silung hér áður fyrr……

EnglishUSA