Í Atlatungu eru mörg drykkjarílát sem eru alveg eins – og því hafa verið alls konar útgáfur af merkingum í umferð – bandspottar í hanka eða eitthvað í þá veru. Svo datt “einhverjum” í hug að nota merkivél til að merkja hluta ílátanna með örnefnum úr Fljótavík. Úr því hafa komið skemmtilegar umræður og margir velta því fyrir sér hvar þetta eða hitt er staðsett.
Þar sem ég verð að kannast við að vera sá “einhver” sem er nefndur í málsgreininni að ofan, er mér ljúft og skylt að segja frá því að það eru ekki allir sammála um hvernig beri að skrifa heiti sem ég skrifað á eitt glasið: – – “Reyðá” . – –
Skúli Thoroddsen sýslumaður virðist hafa skrifað Reiðará árið 1899, ef eftirritið er rétt. Þá er áin nefnd Reiðá á kortinu sem sýnt er hér. Ég fór yfir þau gögn sem eru á flipanum “Örnefni” hér á síðunni og út kom þessi tafla:
Gunnar |
Ari |
Jóhann |
Reyðár |
Reiðá |
Reiðá |
Reyðáreyrar |
Reiðáreyar |
|
Reyðársteinn |
Reiðársteinn |
|
Reyðárholt |
Reiðárholt |
Reiðárholt |
|
|
Reiðárholtasteinn |
Spurningin er því – hver er uppruni orðsins? Reyður er gamalt orð yfir bleikju – ekki satt? Var áin hvítflyssandi reið – eða einhver öskureiður þegar hann gaf ánni nafn? Eða vísar nafið til þess að þarna hafi einhver verið að reiða einhvern yfir ána?
Orðið er laust – veit einhver fyrir víst?
Ásgeir
PS: Hér er hlekkur á leit í www.snara.is – sem virkar stundum og stundum ekki – en alla vega kemur þar skýrt fram hvernig reyður var notað yfir silung hér áður fyrr……
Like this:
Like Loading...