Byggðin í Fljóti

 

Willy's jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljótavík, um árabil. Grunur leikur á að þetta sé mynd tekin af Guðna Ásmundssyni. og óskandi að geta fengið það staðfest.
Willy’s jeppinn góði. Hann þjónaði í Fljóti, um árabil.

 

Haustið 1995 skrifaði Kjartan T Ólafsson, frásögn af því þegar farið var með rúmliggjandi fárveika konu frá Fljóti um hávetur, til móts við bát sem beið við Hesteyri.  Nefnda frásögn má lesa hér.

 

Kjartan hefur skrifað greinar og sögur sem margar tengjast Sléttuhreppi. Hann sendi ritsjóra ofannefnda frásögn á miðju ári 2006 og var hún birt á heimasíðunni þá um haustið. Seinna, sendi Kjartan smá viðbót og/eða leiðréttingu við ofanritaða frásögn. En hann gerði meira. Hann setti lítinn miða með í þetta umslag, þar sem hann benti í mestu vinsemd á, að í hans ungdæmi, hefði verið talað um að fara í Fljót, en ekki Fljótavík.

 

Ég veit ekki hvort það sé hægt að berjast á móti straumnum. Í dag segja “allir”..:  Ég er að fara til Fljótavíkur, eða ég var að koma frá Fljótavík. En staðreyndin mun vera sú, að landsvæðið inni af Fljótavík, sem sagt það svæði sem var í byggð – eða kanski réttara sagt byggðin sjálf var kölluð Fljót, og því var sagt: Ég er að fara í Fljót eða ég var að koma úr Fljóti.

 

Við stutta dvöl í Fljóti í sumar, var ritstjóra aftur bent á þetta, og nú af einum af þeirra sem yfirgáfu víkina 16.júní 1946 þegar allt fór í eyði. Þá rifjaðist líka upp fyrir ritstjóra, að þetta kemur fram í Örnefnalýsingu Jóhanns Hjaltasonar um Atlastaðaland, sem upphaflega var rituð árið 1940. angrydonaldduck_by_iiih1tmaniii-d71xo81[1]

 

Þar fer Jóhann yfir þessi mál, strax í upphafi örnefnalýsingarinnar …… og gerir þannig að maður gæti haldið að hann hafi farið með rangan fót fyrst út úr rúmi þann morguninn.Gönguleiðakort

 

 

Um leið og ég hvet til þess að þið lesið örnefnalýsinguna sem hér er nefnd, mælist ég til þess að við hugsum aðeins út í það að segja sumarbústaðina á svæðinu vera í Fljóti .

Ásgeir

3 Replies to “Byggðin í Fljóti”

  1. Ég hef aldrei hugsað út í þetta og hélt einhvern veginn að þetta væri bara stytting hjá okkur að segjast hafa verið í Fljóti frekar en Fljótavík.

  2. Ég hafði ekki heldur hugsað mikið út í þetta – en það er oft þannig að eftir að manni hefur verið bent á eitthvað…. ja, þá er það svo augljóst.

  3. Ég vona að ég fái ekki bágt frá Ameríku fyrir það að hafa notað mynd af ákveðinni teiknimyndapersónu til að leggja áherslu á mál mitt!

Comments are closed.

EnglishUSA