Um samvinnu www.fljotavik.is og Fljotavik.is á FB

 

Eins og margir vita, er samvinna milli heimasíðunnar www.fljotavik.is og síðu á Facebook, Fljotavik á FB. Þegar ég finn eitthvað spennandi í umræðu t.d. tengt Hornströndum, vísa ég oft í slíkt á Facebooksíðunni. Þessar fréttir fara ekki inn á heimasíðuna.

Öfugt,  þegar heimasíðan sendir eitthvað frá sér á bloggformi, sendir hún sjálfkrafa tilkynningu sem kemur fram á Facebooksíðunni hjá þeim sem hafa sett “Like” á Facebooksíðuna.

Hvers vegna er hann að skrifa þetta?

Ég setti hlekk frá heimasíðunni á Faceboosíðu Átthagafélags Sléttuhrepps, þar sem vísa var í myndasíðu Ásmundar Guðnasonar frá flugi yfir Sléttuhrepp en þó aðallega Fljót. Eftir það hringdi einn sem sárnaði að fá ekki skilaboð á Facebooksíðu sína þegar ég birti eitthvað á heimasíðunni. Viðkomandi vissi um aðra sem voru að fá skilaboð. 

Við fórum saman yfir þetta og komumst að því að viðkomandi hafði sett “Like”  á “Facebooksíðu Átthagafélags Sléttuhrepps” . 

Viðkomandi var ekki með Like, á Fljotavik.is á FB en kom því í lag hjá sér og fær nú skilaboð frá síðunni, en telur eins ástatt hjá mörgum öðrum. 

Sem sagt – eins og stendur á forsíðu Fljotavik á FB….:    hakið við Like  eða upp á íslensku “Kann að meta“, eins og sést á myndinni sem fylgir, ef þið viljið frá skilaboð þegar nýtt efni er birt á www.fljotavik.is eða eitthvað er birt á Fljotavik.is á FB.

Ef ykkur grunar að eins sé ástatt hjá einhverjum sem þið þekkið – bendið á viðkomandi á það.

Ásgeir 

 

 

Gleðilegt ár – 2017

Tíminn líður stöðugt áfram. Við ráðum ekki við það. Það má í raun segja að hvert augnablik séu tímamót í sjálfu sér, en það er ekki vaninn að dvelja við slíkt.

Hins vegar líta margir á það augnablik þegar klukkan breytist úr 23:59 á Gamlársdag yfir í 00:00 á Nýjársdag sem harla merkileg  tímamót – og annsi mörg “kerfi” fara í uppgjörsham.

Þessi heimasíða tekur þessu nú bara með ró og spekt og því kemur bara lítil mynd og stuttur texti þar á eftir….. : 

 

Gleðilegt nýtt ár

 

Ég er kominn aftur >

Jæja.

Tók nokkur eftir því að ég fór úr landi…… Nei ég held ekki.

En – á morgun, föstudag 9.desember 2016 mun ég birta föstudagspistil – sem er ekki skrifaður af mér. Þar kom að því og með það er ég afskaplega ánægður.

Þannig að – kíkið á morgun.

Ásgeir

Enn erlendis…..

IMG_3311Aldrei þessu vant, hef ég nú verið rukkaður um það hvers vegna ekkert hafi komið frá mér á föstudaginn. Því er til að svara að ég er enn erlendis, svo – kveðja frá útlandinu.

Ásgeir

EnglishUSA