Breytt útlit í ársbyrjun >

Mynd 1

Árið 2017 heilsar með nýju útliti heimasíðunnar. Þegar síðan opnast birtist mynd sem fyllir að mestu út í skjáinn,

Mynd 2: Ofarlega til hægri er píla sem vísar niður. Veljið hana til að skruna niður – eða skrunið niður t.d. með til þess gerðu hjóli á tölvumús.

nema hvað neðst koma tvær línur af fellistikum. *)

*)  Uppfært : Var ekki búinn að átta mig á því að það er ekki sama hvernig komið er inn á síðuna. Ef þið komið inn á síðuna með því að slá inn www.fljotavik.is – fáið þið þessa stóru mynd sem fyllir upp í skjáinn. Ef þið hins vegar komið frá hlekknum sem ég setti á Facebook þá farið þið beint inn á Forsíðu – og þá opnast hún eins og hver önnur síða – með litla mynd efst. 

Við hægri enda efri línu fellistikanna birtist píla sem vísar niður. Tvíklikkið á hana – eða skrunið niður og þá sjáið þið myndina hverfa en Bloggið/Póstana koma fram.

Heimasíða er samansafn af greinum í einni kös, þannig að illgerlegt er að lesa upplýsingarnar á einhvern kerfisbundinn hátt. Til að minnka flækjustig þarf að flokka greinar saman ef þær eiga eitthvað sameiginlegt.  Notast er við nokkuð sem kallast Þema (Theme).  Þemað er stillt þannig að til verða ein eða fleiri lágréttar Fellistikur ofarlega á síðunni. Ef “v” er hægra megin við nafnið á fellistikunni sjást yfirskriftir þeirra greina sem liggja undir henni ef farið er með bendil yfir yfirskriftina.

Flokkurinn “Tímalína” stendur einn og sér. Allt sem þar er skrifað er á sjáfri síðunni, og því kemur ekkert fram þar nema Tímalína sé valin sérstaklega með því að klikka á hana. Á sama hátt og hjá Tímalínunni, hafa upplýsingar verið skráðar á yfirskriftarsíður  hverar fellistiku fyrir sig. Þannig hefur þetta verið frá upphafi, en sumir hafa ekki áttað sig á því.

Allar síður eða Pages upp á útlensku geta staðið einar og sér, þó betra sé að flokka þær á einhvern hátt.

Svo kemur hin hliðin….

Fellistikan “Forsíða” lýtur að hluta öðru lögmáli. Reyndar má finna undirsíður á bak við fellistikuna, en það sem er sérstakt við Forsíðuna – er:

a)  Þetta er eina síðan sem kemur fram undir fellistikunum án þess að hún sé valin. Sagt öðru vísi – þá er sjálfgefið að þessi síða opnist beint og óumbeðið.

b)  Allt sem kemur fram á þessari línu lýtur öðru lögmáli þar sem þar eru eingöngu skjöl sem kallast  “Blogg”  eða “Póstar” eða eitthvað því um líkt, – en kerfið kallar þetta “Post”.

Mynd 3:

Póstarnir lúta öðrum lögmálum. Þeir birtast í halarófu þannig að sá nýjasti kemur efst og ýtir þá eldri niður. Því er erfitt að leita að einhverju sem hefur verið fjallað um fyrir löngu síðan. Til að bæta úr því er hægt að fara í leitarglugga sem er hér neðst  – og /eða – velja úr öðru fokkunarkerfin sem kallast “Categories” – sem einmitt flokkar saman lík efnistök.

Jæja – þetta var mikið orðskrúð, en aðalatriðið  með þessu er nú samt að benda á að frá áramótum hefur verið breytt um útlit síðunnar, í þeirri meiningu að búið er að uppfæra uppbyggingu með því að skipta út því forriti sem stýrir öllu saman. Ég er enn að nota forritið WordPress – en nú hefur verið skipt frá útliti ársins 2016 yfir í 2017 (Theme / Þema). Ég er enn að fikta í þessu og því gætuð þið séð einhverjar breytingar, en ég reyni að hafa allt sem einfaldast og líkast því sem áður var…..enda reyni ég enn að halda í KISS-formúluna góðu. Ef einhver skyldi ekki vita stendur KISS fyrir Keep It Simple, Stupid, og svo það valdi nú ekki úlfúð – þá er ég að hugsa um sjálfan mig þarna og engan annan.

Ásgeir

One Reply to “Breytt útlit í ársbyrjun >”

  1. Gott framtak hjá þér Ásgeir!
    Nú er bara að finna sér tíma til að vafra um þetta…

Comments are closed.

EnglishUSA