5.des. 2014

Það er ráðist á okkur! 

Með aukinni reynslu í heimasíðugerð, horfi ég öðru vísi á hvað aðrir eru að gera. Með aðrir – meina ég hinn stóra heim í heild sinni. Fjölmiðlar nota oft fyrirsagnir í þeim tilgangi að laða fólk að, hvort sem það er að lestri blaðagreina eða að ljósvakamiðlum. Við könnumst öll við stóru fyrirsagnirnar í DV. Þetta trix er líka notað við bloggskriftir. Því stærri sem fyrirsagnirnaer eru – því líklegra er að fá athygli, að ég nú tali ekki um að því líklegra er Continue reading “5.des. 2014”

7.nóvember 2014

EkkiPistill

Þegar byrjað var að gera fyrstu útgáfu þessarar heimasíðu, árið 2005, var stuðst við forrit sem heitir Microsoft Publisher. Þetta var svolítið þungt í vöfum og þurfti sérstaka leið til að uppfæra síðuna. Oft kom fyrir að eitthvað sem leit sæmilega út í tölvunni heima – dreifðist út um allan skjá þegar það var komið á netið. Síðan kom upp slæm tölvubilun sem endaði með að ekki var hægt að uppfæra síðuna – og þá féll (gamla) síðan í dvala.IMG_4177

Nú er öldin önnur, og hægt að velja úr forritum sem gera það sem manni finnst einfalt mál – einfalt – en ekki eins og það var að gera einfalt mál – flókið –  og nú má segja að fyrst ritstjóri af öllum mönnum gat gert þetta – ja þá getur hver sem er gert svona lagað.

En þegar Continue reading “7.nóvember 2014”

Föstudagspistill 30. maí 2014

Eins og gengur, koma upp kringumstæður sem leiða til þess að maður getur ekki haldið einhverju til streitu. Ég var ég kominn með smá hefð fyrir að láta vita á föstudögum, um hvað ég hefði verið að bralla á heimasíðunni síðustu vikuna – en undanfarið hefur þetta riðlast.

Ég hef verið á flakki – erlendis og innanlands. Þannig náðum við á ball hjá BG í Edinborg á Ísafirði – og það var sko gaman – og sá viðburður tengist nú heldur betur Fljótavík – og við dvöldum nokkra daga á Ísafirði – af annarri ástæðu – og ég gæti tínt til fleiri afsakanir en látum það liggja á milli hluta.

En – ég hitti mann og annan – og ég heyrði að fólk saknar þess ef ekkert kemur. Ég sé líka á teljurum og línuritum að það er vaxandi fjöldi að fara inn á síðuna. Ég fæ þó lítil skrifleg viðbröðg eða ábendingar um hvæð ég ætti að gera….. eða gera betur. Ég sakna þess – og get ekki skrifað um það sem mér dettur ekki í hug – svo ég hvet enn og aftur til þess að þið sendið mér nú eitthvað til að mauðla úr.

Ég hef svo sem verið að bralla ýmislegt á síðunni – því það stendur yfir vinna við gerð upplýsinga um margt sem tengist Atlatungu – nokkuð sem kallast Gæðahandbók. Það kostar vinnu og heilabrot – og svo veit maður að margt af því sem er fullafgreitt í dag….. breytist á morgun – og þá þarf að breyta lýsingum upp á nýtt – en það  er nú bara smotterí. En – þó svona lýsing sé á heimasíðunni – þarf aðgangsorð til að komast þar inn – en það er hægt að gera svona fyrir aðra bústaði líka……. og þá með öðrum aðgangsorðum. Ég var búinn að fara yfir þetta áður.

Það sem helst er nýtt á síðunni nú er að ég var að yfirfæra söguna um “Sviplegt fráfall tófu” frá gömlu síðunni.

Ásgeir

Fellistika eða ekki fellistika…..

Þegar ég valdi það útlit sem nú er á heimasíðunni, reyndi ég að hafa þetta eins hreint og ruglingsfrítt og mér var mögulegt. Maður getur þó ekki fengið allt.

Þegar farið er með bendilinn yfir yfirskriftir eins og : Ábúendatal, Göngulýsingar, Hús nú í Fljótavík, Landeigendur, Örnefni og svo framvegis, birtist strax svokölluð fellistika með lista yfir undirsíður.

Einhverjir hafa ekki áttað sig á, –  og það skil ég bara mjög vel,  – að þar sem fellistikur koma fram, stendur líka eitthvað á aðal síðu þess flokks. Veljið aðalsíðurnar til að sjá þetta.

Þar sem engar fellistikur koma upp, er þetta augljósara. Tímalínan, til að taka mest áberandi dæmið, er ekki með undirsíðu – og þar velur maður yfirskriftina Tímalína – og þá birtist hún öll á einni síðu.

áá 170214

Samskiptasíður ?

Um miðjan september 2013 komu um 56 þúsund svör frá leitarvélum ef spurt var um orðið Fljótavík. Straumnes var með um 120 þúsund svör, og Aðalvík með um 45 þúsund. Hvað Fljótavík  (og Straumnes) áhrærir er bróðurparturinn tengdur lögum hljómsveitarinnar “Sigur Rós“.

En – það er líka töluvert um það að Fljótavík komi upp – frá síðum sem skrifaðar hafa verið af þeim sem eiga taugar til Fljótavíkur – ættir, uppruna, tengsl, vensl – eða hafa bara átt leið hjá.

Margar myndir og sögur – gætu átt erindi á þessa síðu – í þeirri meiningu að það gæti verið gaman að tengja síður saman – ef þeir sem eiga svona síður vilja það.

Þess vegna þætti mér vænt um að fá að heyra í ykkur sem gjarnan viljið – eða bara getið fallist á – að ég vísi í það sem þið hafið gert. Látið mig vita á netfanginu asgeirsson54@gmail.com. 

Ásgeir

Síðan er í endurgerð……

Netfang til að senda athugasemdir:  asgeirsson54@gmail.com

Gamla myndasíðan – : http://fljotavik.123.is/

27.janúar 2014:    Nú eiga Tunga og Glúmsstaðir að vera nokkurn vegin í lagi (Ábúendatal/Ábúð) – en ég lenti í basli með Atlastaði. Það kom í ljós að ég hef klúðrað þessu eitthvað á gömlu síðunni – árið  2006 (!) – og enginn hefur sagt neitt um það. Alla vega þarf ég að leita í heimildum og fara betur yfir þetta.

22.janúar 2014: Þó þið sem kíkið á síðuna sjáið ekki miklar breytingar – þá er þetta nú samt svona smám sana að rjátlast. Þessa dagana er ég að fara yfir síðurnar sem sýna ábúendur á þeim jörðum sem voru í Fljótavík. Ég er stórt séð búinn með Glúmsstaði og er að vinna við Tungu – sem klárast vonandi á næstu dögum. Eins og þið kanski sjáið þá hef ég sett inn nokkrar tengingar hjá síðunni um Ábúendur á Glúmsstöðum. Ef tengingarnar eru valdar, opnast einhverjar upplýsingar sem gaman er að sjá.

11.12.13 – það er að segja, 11.desember árið 2013 var ákveðið, að þar sem nýja útgáfan af heimasíðunni væri orðin stærri og virkari en það sem enn var finnanlegt af gömlu heimasíðunni – sem vel að merkja hafði ekki verið hægt að breyta í mörg ár – að láta gömlu síðuna sigla sinn sjó og virkja þá nýju.  

 

EnglishUSA